Icelandic Times gefið út á kínversku Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 13:55 Ferðaritið Icelandic Times verður gefið út á kínversku frá 1. október Vísir/Stefán Ferðaritið Icelandic Times hefur á síðustu árum vaxið umtalsvert og er nú gefið út á þremur tungumálum; ensku, frönsku og þýsku. Nú í haust stendur til að stækka útgáfuna enn frekar og gefa út blað sérstaklega ætlað kínverskum ferðamönnum, sem verður á kínversku. Þetta kemur fram á vefnum landogsaga.is. Edda Snorradóttir, verkefnastjóri Icelandic Times, segir að að kínverski markaðurinn sé einfaldlega afar spennandi, ekki síst sökum stærðar sinnar og þeirra möguleika sem í honum felist. „Það er fyrirséð að ferðalög Kínverja erlendis munu halda áfram að aukast og við viljum að sjálfsögðu að Ísland tryggi sér sess í hugum kínverskra ferðalanga sem spennandi valmöguleiki. Í Kína er unnið ötullega að íslenskri landkynningu og við þurfum að leggja okkur fram við að bjóða þá ferðamenn velkomna sem sækja okkur heim. Hluti af því felst í að veita þeim upplýsingar á þeirra eigin tungumáli um staðhætti og þá þjónustu sem hér er í boði og gera þeim þannig hægara um vik að nálgast ýmis konar afþreyingu og upplifun svo heimsóknin verði þeim sem ánægjulegust.“ Blaðið verður skrifað á mandarin kínversku sem er opinbert mál í Kína og útbreiddasta mállýska landsins. Efni blaðsins verður alfarið unnið hér landi en svo þýtt og staðfært af sérfræðingum og kínverskumælandi starfsfólki Icelandic Times. Edda leggur áherslu á að framtak af þessu tagi reynist gagnlegt fyrir þau fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar sem vilji ná til þessa hóps ferðamanna og hafi jafnvel þegar lagt í það fjármagn og vinnu. Blaðið verður að forminu til svipað þeim sem Icelandic Times er þegar að gefa út þótt hafa verði hugfast að talsverður menningarmunur sé á milli Íslendinga og Kínverja. Því þurfi að huga að ýmsu varðandi framsetningu þannig tryggt sé að skilaboðin komist óbjöguð á leiðarenda. Grunnhugmyndin er þó vitaskuld alltaf sú sama, þ.e. að aðaðstoða þá sem hingað koma og leiða þá inn í menningu okkar, sögu og náttúru. Fyrsta kínverska útgáfa Icelandic Times mun líta dagsins ljós þann 1. október næstkomandi. Dagsetningin er táknræn, enda þjóðhátíðardagur Kínverja. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Ferðaritið Icelandic Times hefur á síðustu árum vaxið umtalsvert og er nú gefið út á þremur tungumálum; ensku, frönsku og þýsku. Nú í haust stendur til að stækka útgáfuna enn frekar og gefa út blað sérstaklega ætlað kínverskum ferðamönnum, sem verður á kínversku. Þetta kemur fram á vefnum landogsaga.is. Edda Snorradóttir, verkefnastjóri Icelandic Times, segir að að kínverski markaðurinn sé einfaldlega afar spennandi, ekki síst sökum stærðar sinnar og þeirra möguleika sem í honum felist. „Það er fyrirséð að ferðalög Kínverja erlendis munu halda áfram að aukast og við viljum að sjálfsögðu að Ísland tryggi sér sess í hugum kínverskra ferðalanga sem spennandi valmöguleiki. Í Kína er unnið ötullega að íslenskri landkynningu og við þurfum að leggja okkur fram við að bjóða þá ferðamenn velkomna sem sækja okkur heim. Hluti af því felst í að veita þeim upplýsingar á þeirra eigin tungumáli um staðhætti og þá þjónustu sem hér er í boði og gera þeim þannig hægara um vik að nálgast ýmis konar afþreyingu og upplifun svo heimsóknin verði þeim sem ánægjulegust.“ Blaðið verður skrifað á mandarin kínversku sem er opinbert mál í Kína og útbreiddasta mállýska landsins. Efni blaðsins verður alfarið unnið hér landi en svo þýtt og staðfært af sérfræðingum og kínverskumælandi starfsfólki Icelandic Times. Edda leggur áherslu á að framtak af þessu tagi reynist gagnlegt fyrir þau fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar sem vilji ná til þessa hóps ferðamanna og hafi jafnvel þegar lagt í það fjármagn og vinnu. Blaðið verður að forminu til svipað þeim sem Icelandic Times er þegar að gefa út þótt hafa verði hugfast að talsverður menningarmunur sé á milli Íslendinga og Kínverja. Því þurfi að huga að ýmsu varðandi framsetningu þannig tryggt sé að skilaboðin komist óbjöguð á leiðarenda. Grunnhugmyndin er þó vitaskuld alltaf sú sama, þ.e. að aðaðstoða þá sem hingað koma og leiða þá inn í menningu okkar, sögu og náttúru. Fyrsta kínverska útgáfa Icelandic Times mun líta dagsins ljós þann 1. október næstkomandi. Dagsetningin er táknræn, enda þjóðhátíðardagur Kínverja.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun