Ógnvekjandi brekkuklifur Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2014 10:52 Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent
Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent