Er rafmynt öruggari en kreditkort til að versla á netinu? Hilmar Jónsson skrifar 16. júlí 2014 13:32 Uppúr síðustu aldamótum fór verslun og þjónusta á netinu að verða jafn sjálfsögð og önnur verslun. Verslun á netinu telst almennt örugg en til að versla á netinu er algengast að nota kreditkort. Kreditkortin eru ágæt en þau voru ekki hönnuð fyrir verslun á netinu. Kreditkortin byggjast á kerfi þar sem við gefum alltaf sömu upplýsingar til söluaðila og treystum þeim þannig fyrir þeim. Þetta væri eins og við þyrftum að treysta fréttaveitu fyrir notendanafni og lykilorði að Facebook þegar við líkum við frétt. Þá þyrftum við að treysta fréttaveitunni fyrir að misnota ekki aðganginn ásamt því að halda upplýsingunum öruggum. Fæstir myndu nokkurn tíma líka við frétt ef þetta væri raunin. Þegar það kemur að greiðslu á netinu höfum við samt lítið val. Þegar verslað er á netinu setjum við kreditkortanúmerið okkar inn í kerfi söluaðila ásamt þeim upplýsingum sem þarf til að búa til greiðslu. Söluaðilinn tekur þessar upplýsingar síðan og sendir þær áfram til kreditkortafyrirtækisins og biður um greiðslu.Kreditkortin byggja á trausti til söluaðila Við þurfum þannig að treysta söluaðilunum fyrir notendanafninu okkar (kreditkortanúmerinu) og lykilorðinu (ccv númerinu). Við verðum þannig að treysta því að söluaðilarnir verndi þessar upplýsingar nægilega vel fyrir þeim sem vilja stela þeim og að söluaðilarnir misnoti þessar upplýsingar ekki sjálfir. Kreditkortin eru einnig háð því að við höfum aðgang að bankaþjónustu. Þá krefjast þau þess að bankinn treysti því að við greiðum um hver mánaðarmót okkar kreditkortaskuld. Fyrirframgreidd kreditkort hafa að einhverju leyti hjálpað fólki sem getur ekki fengið hefðbundin kreditkort en það er enn fullt af fólki sem ætti að hafa fjárhagslegt frelsi sem getur ekki fengið kreditkort eða einfaldlega vill það ekki.Rafmyntin leysir vanda kreditkortanna á netinu Kerfi rafmyntarinnar leysir þessi tvö vandamál. Kerfið virkar meira eins og reiðufé á netinu. Við ákveðum hvað mikið við tökum úr rafmyntarveskinu og hvert það fer án þess að gefa söluaðilanum notendanafn og lykilorð okkar. Við einfaldlega sendum rafmynt á myntfang sem við fáum upp gefið hjá söluaðila og söluaðilinn sér að við höfum greitt. Þannig hefur söluaðili aldrei aðgang að okkar myntfangi eða meiri persónuupplýsingum en við kærum okkur um eins og er algengt þegar kreditkort eru notuð. Rafmyntin krefst þess ekki að við höfum aðgang að bankaþjónustu. Á Íslandi er kannski erfitt að ímynda sér þetta en það er auðvelt að sjá fyrir sér að sumir hafi ekki aðgang að kreditkorti eða vilji ekki vera með það. Þá er hægt að versla með rafmynt á netinu með lágmarks tilkostnaði og án þess að skuldbinda sig til að gera nokkurn hlut síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Uppúr síðustu aldamótum fór verslun og þjónusta á netinu að verða jafn sjálfsögð og önnur verslun. Verslun á netinu telst almennt örugg en til að versla á netinu er algengast að nota kreditkort. Kreditkortin eru ágæt en þau voru ekki hönnuð fyrir verslun á netinu. Kreditkortin byggjast á kerfi þar sem við gefum alltaf sömu upplýsingar til söluaðila og treystum þeim þannig fyrir þeim. Þetta væri eins og við þyrftum að treysta fréttaveitu fyrir notendanafni og lykilorði að Facebook þegar við líkum við frétt. Þá þyrftum við að treysta fréttaveitunni fyrir að misnota ekki aðganginn ásamt því að halda upplýsingunum öruggum. Fæstir myndu nokkurn tíma líka við frétt ef þetta væri raunin. Þegar það kemur að greiðslu á netinu höfum við samt lítið val. Þegar verslað er á netinu setjum við kreditkortanúmerið okkar inn í kerfi söluaðila ásamt þeim upplýsingum sem þarf til að búa til greiðslu. Söluaðilinn tekur þessar upplýsingar síðan og sendir þær áfram til kreditkortafyrirtækisins og biður um greiðslu.Kreditkortin byggja á trausti til söluaðila Við þurfum þannig að treysta söluaðilunum fyrir notendanafninu okkar (kreditkortanúmerinu) og lykilorðinu (ccv númerinu). Við verðum þannig að treysta því að söluaðilarnir verndi þessar upplýsingar nægilega vel fyrir þeim sem vilja stela þeim og að söluaðilarnir misnoti þessar upplýsingar ekki sjálfir. Kreditkortin eru einnig háð því að við höfum aðgang að bankaþjónustu. Þá krefjast þau þess að bankinn treysti því að við greiðum um hver mánaðarmót okkar kreditkortaskuld. Fyrirframgreidd kreditkort hafa að einhverju leyti hjálpað fólki sem getur ekki fengið hefðbundin kreditkort en það er enn fullt af fólki sem ætti að hafa fjárhagslegt frelsi sem getur ekki fengið kreditkort eða einfaldlega vill það ekki.Rafmyntin leysir vanda kreditkortanna á netinu Kerfi rafmyntarinnar leysir þessi tvö vandamál. Kerfið virkar meira eins og reiðufé á netinu. Við ákveðum hvað mikið við tökum úr rafmyntarveskinu og hvert það fer án þess að gefa söluaðilanum notendanafn og lykilorð okkar. Við einfaldlega sendum rafmynt á myntfang sem við fáum upp gefið hjá söluaðila og söluaðilinn sér að við höfum greitt. Þannig hefur söluaðili aldrei aðgang að okkar myntfangi eða meiri persónuupplýsingum en við kærum okkur um eins og er algengt þegar kreditkort eru notuð. Rafmyntin krefst þess ekki að við höfum aðgang að bankaþjónustu. Á Íslandi er kannski erfitt að ímynda sér þetta en það er auðvelt að sjá fyrir sér að sumir hafi ekki aðgang að kreditkorti eða vilji ekki vera með það. Þá er hægt að versla með rafmynt á netinu með lágmarks tilkostnaði og án þess að skuldbinda sig til að gera nokkurn hlut síðar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun