Sjáðu öll bestu tilþrif dagsins á Opna breska Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. júlí 2014 22:31 Rory McIlroy er með eins höggs forystu eftir fyrsta keppnisdag á Opna breska meistaramótinu sem hófst í dag á Royal Liverpool í Englandi. Opna breska er að margra mati hátindur ársins í atvinnugolfinu og eru allir bestu kylfingar heims með í þessu sögufræga móti sem fram fer í 143. sinn í ár. Norður-Írinn Rory McIlroy lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari í dag. Hinn 24 ára gamli McIlroy er höggi betri en Ítalinn Matteo Manassero sem byrjar vel. Þrír Ítalar eru meðal efstu kylfinga því Francesco og Eduardo Molinari-bræður koma jafnir á 68 höggum. Mörg þekkt nöfn byrja vel meðal annars Tiger Woods sem lék á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Sú byrjun þykir lofa góðu en hann er að snúa aftur eftir meiðsli í baki. Adam Scott og Sergio Garcia byrja einnig vel og léku á 68 höggum. Hér að ofan má sjá veglega samantekt frá fyrsta hring á Opna breska. Mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá öðrum keppnisdegi kl. 08:00 í fyrramálið og stendur fram á kvöld.Tiger Woods byrjar vel á Opna breska. Hann lék á 69 höggum í dag. Hann stóð uppi sem siguvegari þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006.Vísir/APÁstralinn Adam Scott tekur í spaðann á Jason Dufner. Scott lék á 68 höggum og á góðan möguleika á að lyfta Silfurkönnunni á sunnudag.Vísir/AP Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy er með eins höggs forystu eftir fyrsta keppnisdag á Opna breska meistaramótinu sem hófst í dag á Royal Liverpool í Englandi. Opna breska er að margra mati hátindur ársins í atvinnugolfinu og eru allir bestu kylfingar heims með í þessu sögufræga móti sem fram fer í 143. sinn í ár. Norður-Írinn Rory McIlroy lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari í dag. Hinn 24 ára gamli McIlroy er höggi betri en Ítalinn Matteo Manassero sem byrjar vel. Þrír Ítalar eru meðal efstu kylfinga því Francesco og Eduardo Molinari-bræður koma jafnir á 68 höggum. Mörg þekkt nöfn byrja vel meðal annars Tiger Woods sem lék á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Sú byrjun þykir lofa góðu en hann er að snúa aftur eftir meiðsli í baki. Adam Scott og Sergio Garcia byrja einnig vel og léku á 68 höggum. Hér að ofan má sjá veglega samantekt frá fyrsta hring á Opna breska. Mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá öðrum keppnisdegi kl. 08:00 í fyrramálið og stendur fram á kvöld.Tiger Woods byrjar vel á Opna breska. Hann lék á 69 höggum í dag. Hann stóð uppi sem siguvegari þegar leikið var á Royal Liverpool árið 2006.Vísir/APÁstralinn Adam Scott tekur í spaðann á Jason Dufner. Scott lék á 68 höggum og á góðan möguleika á að lyfta Silfurkönnunni á sunnudag.Vísir/AP
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira