Fagna grundvallabreytingu stjórnvalda Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2014 23:01 Finnur Árnason er forstjóri Haga. Vísir/Valgarður Hagar fagna grundavallarbreytingu á stefnu stjórnvalda. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er vísað í orð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þess efnis að framundan væri veruleg breyting á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. Breytingarnar felist í auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, áfengi, lyf og koma einnig að merkingu á dagvöru. „Allt eru þetta baráttumál, sem Hagar hafa lagt ríka áherslu á.“Líkt og greint hefur verið frá á Vísi hefur smásölurisinn Costco hug á að opna verslun hér á landi. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur þegar samþykkt að Korputorg ehf. megi gera tillögu að deiliskipulagi fyrir Costco. Þá vill bandaríski risinn fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verslunum sínum líkt og annars staðar þar sem fyrirtækið starfar. Hagar standa nú í málaferlum við ríkið um framkvæmd alþjóðasamninga og framkvæmd íslenskra laga. „Ríkið skilaði t.a.m. greinargerð í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem stjórnvöld vilja ekki heimila innflutning á fersku kjöti og brjóta þar með alþjóðasamninga að mati Haga.“ Þykir forsvarsmönnum sérstakt að yfirlýsing ráðherra birtist sama dag og greinargerðin. „Öll framangreind baráttumál Haga munu stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri verslana, auknu vöruvali og þar með lægra vöruverði til viðskiptavina. Verslun á landsbyggðinni mun hafa sterkari grunn og þjónusta og vöruval þar mun batna.“ „Það er því fagnaðarefni að öll framangreind mál séu loks komin á dagskrá hjá stjórnvöldum. Gera verður ráð fyrir að snörp tímaáætlun liggi fyrir á næstu dögum.“Tilkynninguna má sjá alla hér að neðan:Hagar fagna grundvallarbreytingu á stefnu stjórnvalda Í gær lýsti Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra því yfir að framundan væri veruleg breyting á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. Breytingarnar felast í auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, áfengi, lyf og þær snúa einnig að merkingum á dagvöru. Allt eru þetta baráttumál, sem Hagar hafa lagt ríka áherslu á. Hagar hafa um árabil barist fyrir auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum og standa þessa stundina í málaferlum við ríkið um framkvæmd alþjóðasamninga og framkvæmd íslenskra laga. Ríkið skilaði t.a.m. greinargerð í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem stjórnvöld vilja ekki heimila innflutning á fersku kjöti og brjóta þar með alþjóðasamninga að mati Haga. Tímasetning greinagerðarinnar er sérstök í meira lagi, þegar haft er í huga að yfirlýsing ráðherra birtist samdægurs. Öll framangreind baráttumál Haga munu stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri verslana, auknu vöruvali og þar með lægra vöruverði til viðskiptavina. Verslun á landsbyggðinni mun hafa sterkari grunn og þjónusta og vöruval þar mun batna. Það er því fagnaðarefni að öll framangreind mál séu loks komin á dagskrá hjá stjórnvöldum. Gera verður ráð fyrir að snörp tímaáætlun liggi fyrir á næstu dögum. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hagar fagna grundavallarbreytingu á stefnu stjórnvalda. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er vísað í orð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þess efnis að framundan væri veruleg breyting á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. Breytingarnar felist í auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, áfengi, lyf og koma einnig að merkingu á dagvöru. „Allt eru þetta baráttumál, sem Hagar hafa lagt ríka áherslu á.“Líkt og greint hefur verið frá á Vísi hefur smásölurisinn Costco hug á að opna verslun hér á landi. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur þegar samþykkt að Korputorg ehf. megi gera tillögu að deiliskipulagi fyrir Costco. Þá vill bandaríski risinn fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verslunum sínum líkt og annars staðar þar sem fyrirtækið starfar. Hagar standa nú í málaferlum við ríkið um framkvæmd alþjóðasamninga og framkvæmd íslenskra laga. „Ríkið skilaði t.a.m. greinargerð í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem stjórnvöld vilja ekki heimila innflutning á fersku kjöti og brjóta þar með alþjóðasamninga að mati Haga.“ Þykir forsvarsmönnum sérstakt að yfirlýsing ráðherra birtist sama dag og greinargerðin. „Öll framangreind baráttumál Haga munu stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri verslana, auknu vöruvali og þar með lægra vöruverði til viðskiptavina. Verslun á landsbyggðinni mun hafa sterkari grunn og þjónusta og vöruval þar mun batna.“ „Það er því fagnaðarefni að öll framangreind mál séu loks komin á dagskrá hjá stjórnvöldum. Gera verður ráð fyrir að snörp tímaáætlun liggi fyrir á næstu dögum.“Tilkynninguna má sjá alla hér að neðan:Hagar fagna grundvallarbreytingu á stefnu stjórnvalda Í gær lýsti Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra því yfir að framundan væri veruleg breyting á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. Breytingarnar felast í auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, áfengi, lyf og þær snúa einnig að merkingum á dagvöru. Allt eru þetta baráttumál, sem Hagar hafa lagt ríka áherslu á. Hagar hafa um árabil barist fyrir auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum og standa þessa stundina í málaferlum við ríkið um framkvæmd alþjóðasamninga og framkvæmd íslenskra laga. Ríkið skilaði t.a.m. greinargerð í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem stjórnvöld vilja ekki heimila innflutning á fersku kjöti og brjóta þar með alþjóðasamninga að mati Haga. Tímasetning greinagerðarinnar er sérstök í meira lagi, þegar haft er í huga að yfirlýsing ráðherra birtist samdægurs. Öll framangreind baráttumál Haga munu stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri verslana, auknu vöruvali og þar með lægra vöruverði til viðskiptavina. Verslun á landsbyggðinni mun hafa sterkari grunn og þjónusta og vöruval þar mun batna. Það er því fagnaðarefni að öll framangreind mál séu loks komin á dagskrá hjá stjórnvöldum. Gera verður ráð fyrir að snörp tímaáætlun liggi fyrir á næstu dögum.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira