Fagna grundvallabreytingu stjórnvalda Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2014 23:01 Finnur Árnason er forstjóri Haga. Vísir/Valgarður Hagar fagna grundavallarbreytingu á stefnu stjórnvalda. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er vísað í orð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þess efnis að framundan væri veruleg breyting á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. Breytingarnar felist í auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, áfengi, lyf og koma einnig að merkingu á dagvöru. „Allt eru þetta baráttumál, sem Hagar hafa lagt ríka áherslu á.“Líkt og greint hefur verið frá á Vísi hefur smásölurisinn Costco hug á að opna verslun hér á landi. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur þegar samþykkt að Korputorg ehf. megi gera tillögu að deiliskipulagi fyrir Costco. Þá vill bandaríski risinn fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verslunum sínum líkt og annars staðar þar sem fyrirtækið starfar. Hagar standa nú í málaferlum við ríkið um framkvæmd alþjóðasamninga og framkvæmd íslenskra laga. „Ríkið skilaði t.a.m. greinargerð í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem stjórnvöld vilja ekki heimila innflutning á fersku kjöti og brjóta þar með alþjóðasamninga að mati Haga.“ Þykir forsvarsmönnum sérstakt að yfirlýsing ráðherra birtist sama dag og greinargerðin. „Öll framangreind baráttumál Haga munu stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri verslana, auknu vöruvali og þar með lægra vöruverði til viðskiptavina. Verslun á landsbyggðinni mun hafa sterkari grunn og þjónusta og vöruval þar mun batna.“ „Það er því fagnaðarefni að öll framangreind mál séu loks komin á dagskrá hjá stjórnvöldum. Gera verður ráð fyrir að snörp tímaáætlun liggi fyrir á næstu dögum.“Tilkynninguna má sjá alla hér að neðan:Hagar fagna grundvallarbreytingu á stefnu stjórnvalda Í gær lýsti Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra því yfir að framundan væri veruleg breyting á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. Breytingarnar felast í auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, áfengi, lyf og þær snúa einnig að merkingum á dagvöru. Allt eru þetta baráttumál, sem Hagar hafa lagt ríka áherslu á. Hagar hafa um árabil barist fyrir auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum og standa þessa stundina í málaferlum við ríkið um framkvæmd alþjóðasamninga og framkvæmd íslenskra laga. Ríkið skilaði t.a.m. greinargerð í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem stjórnvöld vilja ekki heimila innflutning á fersku kjöti og brjóta þar með alþjóðasamninga að mati Haga. Tímasetning greinagerðarinnar er sérstök í meira lagi, þegar haft er í huga að yfirlýsing ráðherra birtist samdægurs. Öll framangreind baráttumál Haga munu stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri verslana, auknu vöruvali og þar með lægra vöruverði til viðskiptavina. Verslun á landsbyggðinni mun hafa sterkari grunn og þjónusta og vöruval þar mun batna. Það er því fagnaðarefni að öll framangreind mál séu loks komin á dagskrá hjá stjórnvöldum. Gera verður ráð fyrir að snörp tímaáætlun liggi fyrir á næstu dögum. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hagar fagna grundavallarbreytingu á stefnu stjórnvalda. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er vísað í orð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þess efnis að framundan væri veruleg breyting á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. Breytingarnar felist í auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, áfengi, lyf og koma einnig að merkingu á dagvöru. „Allt eru þetta baráttumál, sem Hagar hafa lagt ríka áherslu á.“Líkt og greint hefur verið frá á Vísi hefur smásölurisinn Costco hug á að opna verslun hér á landi. Skipulagsráð Reykjavíkur hefur þegar samþykkt að Korputorg ehf. megi gera tillögu að deiliskipulagi fyrir Costco. Þá vill bandaríski risinn fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verslunum sínum líkt og annars staðar þar sem fyrirtækið starfar. Hagar standa nú í málaferlum við ríkið um framkvæmd alþjóðasamninga og framkvæmd íslenskra laga. „Ríkið skilaði t.a.m. greinargerð í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem stjórnvöld vilja ekki heimila innflutning á fersku kjöti og brjóta þar með alþjóðasamninga að mati Haga.“ Þykir forsvarsmönnum sérstakt að yfirlýsing ráðherra birtist sama dag og greinargerðin. „Öll framangreind baráttumál Haga munu stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri verslana, auknu vöruvali og þar með lægra vöruverði til viðskiptavina. Verslun á landsbyggðinni mun hafa sterkari grunn og þjónusta og vöruval þar mun batna.“ „Það er því fagnaðarefni að öll framangreind mál séu loks komin á dagskrá hjá stjórnvöldum. Gera verður ráð fyrir að snörp tímaáætlun liggi fyrir á næstu dögum.“Tilkynninguna má sjá alla hér að neðan:Hagar fagna grundvallarbreytingu á stefnu stjórnvalda Í gær lýsti Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra því yfir að framundan væri veruleg breyting á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. Breytingarnar felast í auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, áfengi, lyf og þær snúa einnig að merkingum á dagvöru. Allt eru þetta baráttumál, sem Hagar hafa lagt ríka áherslu á. Hagar hafa um árabil barist fyrir auknu frelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum og standa þessa stundina í málaferlum við ríkið um framkvæmd alþjóðasamninga og framkvæmd íslenskra laga. Ríkið skilaði t.a.m. greinargerð í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem stjórnvöld vilja ekki heimila innflutning á fersku kjöti og brjóta þar með alþjóðasamninga að mati Haga. Tímasetning greinagerðarinnar er sérstök í meira lagi, þegar haft er í huga að yfirlýsing ráðherra birtist samdægurs. Öll framangreind baráttumál Haga munu stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri verslana, auknu vöruvali og þar með lægra vöruverði til viðskiptavina. Verslun á landsbyggðinni mun hafa sterkari grunn og þjónusta og vöruval þar mun batna. Það er því fagnaðarefni að öll framangreind mál séu loks komin á dagskrá hjá stjórnvöldum. Gera verður ráð fyrir að snörp tímaáætlun liggi fyrir á næstu dögum.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira