Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 11:58 Magnús Ármann í héraðsdómi í morgun. Vísir/FBJ „Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41