Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 11:58 Magnús Ármann í héraðsdómi í morgun. Vísir/FBJ „Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
„Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41