Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 11:58 Magnús Ármann í héraðsdómi í morgun. Vísir/FBJ „Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41