Allir skulu sitja við sama borð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2014 16:56 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins. „Ég er bara talskona frjálsra viðskipta og fagna öllum sem vilja hefja rekstur á Íslandi. Þrátt fyrir það verðum við sem viljum eiga í viðskiptum innanlands að starfa innan íslenskra laga og reglna,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins, í samtali við Vísi.Í fréttum í gær var sagt frá því að smásölurisinn Costco hafi áhuga á að opna verslun hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð í Grafarvogi og Garðabæ í þessu skyni. Costco er fjórða stærsta smásölukeðja heims með rúmlega 650 verslanir í tíu löndum þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Japan. Hafa forráðamenn fyrirtækisins farið fram á hinar ýmsu undanþágur frá íslenskum lögum svo að þeir geti hafi hér rekstur. Til að mynda hafa þeir farið þess á leit við íslensk stjórnvöld að fá að selja í verslunum sínum léttvín, lausasölulyf og ferska erlenda kjötvöru og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra tekið hugmyndum þeirra með opnum hug. Guðrún segir að í ljósi sögunnar verði að teljast ólíklegt að viðskiptaumhverfinu verði umturnað hérlendis, „vegna þess að einhver verslunarkeðja í Bandaríkjunum vill koma hingað. Íslensk verslun hefur barist fyrir þessum breytingum í mörg ár, mörg ár og ef það er svona mikill vilji til að breyta lögunum af hverju hefur þá ekki verið gert fyrir íslenska verslun? Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir Guðrún. Hún bætir við að þar fyrir utan hefur Costco aðlagað sig að mismunandi viðskiptaumhverfum í þeim löndum sem smásölurisinn hefur hafið rekstur. „Eins og í Kanada fær verslunin ekki að selja áfengi og lausasölulyf, rétt eins og í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna sem hafa mismunandi lög og reglur í þessum efnum.“ Það megi þó ekki skilja það sem svo að Guðrún sé mótfallin hugmyndum bandaríska smásölurisans um sölu á fyrrgreindum vörum í matvörubúðum hérlendis. Hún hafi til að mynda aldrei skilið af hverju Íslendingar geti ekki keypt bjór og léttvín í matvöruverslunum. „Við getum hins vegar ekki farið að kollvarpa því umhverfi sem við höfum starfað og búið í fjölmörg ár með jafn miklu offorsi og mér sýnist umræða síðustu daga bera með sér. Við erum að tala um að þetta kallar meðal annars á endurskoðun landbúnarkerfisins í heild sinni og ef við ætlum að fara í svo umfangsmiklar breytingar þá verðum við að gera það í góðu samráði við hlutaðeigandi aðila.“ Guðrún undirstrikar að hún vilji að allir sitji við sama borð þegar kemur rekstri verlsana hérlendis. „Og umfram allt erum við að berjast um sanngjarnt samkeppnisumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins. Tengdar fréttir Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. 3. júlí 2014 13:37 Bandarískur smásölurisi vill reka bensínstöðvar á Íslandi Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga að hefja rekstur bensínstöðva hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð við Korputorg í Grafarvogi í þessu skyni en þar vill félagið einnig opna verslun. 1. júlí 2014 14:06 Fagna grundvallabreytingu stjórnvalda Hagar fagna yfirlýsingu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um breytingu á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. 2. júlí 2014 23:01 Bensínstöð forsenda komu Costco til landsins Formaður Skipulagsráðs segir nauðsynlegt að taka tillit til þess að þegar eru 74 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 1. júlí 2014 20:00 Samþykktu Costco-stöð við Korputorg Skipulagsráð Reykjavíkurborgar er búið að afgreiða beiðni Costco um fjölorkustöð við Korputorg. 3. júlí 2014 07:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
„Ég er bara talskona frjálsra viðskipta og fagna öllum sem vilja hefja rekstur á Íslandi. Þrátt fyrir það verðum við sem viljum eiga í viðskiptum innanlands að starfa innan íslenskra laga og reglna,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins, í samtali við Vísi.Í fréttum í gær var sagt frá því að smásölurisinn Costco hafi áhuga á að opna verslun hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð í Grafarvogi og Garðabæ í þessu skyni. Costco er fjórða stærsta smásölukeðja heims með rúmlega 650 verslanir í tíu löndum þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Japan. Hafa forráðamenn fyrirtækisins farið fram á hinar ýmsu undanþágur frá íslenskum lögum svo að þeir geti hafi hér rekstur. Til að mynda hafa þeir farið þess á leit við íslensk stjórnvöld að fá að selja í verslunum sínum léttvín, lausasölulyf og ferska erlenda kjötvöru og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra tekið hugmyndum þeirra með opnum hug. Guðrún segir að í ljósi sögunnar verði að teljast ólíklegt að viðskiptaumhverfinu verði umturnað hérlendis, „vegna þess að einhver verslunarkeðja í Bandaríkjunum vill koma hingað. Íslensk verslun hefur barist fyrir þessum breytingum í mörg ár, mörg ár og ef það er svona mikill vilji til að breyta lögunum af hverju hefur þá ekki verið gert fyrir íslenska verslun? Mér finnst þetta skjóta skökku við,“ segir Guðrún. Hún bætir við að þar fyrir utan hefur Costco aðlagað sig að mismunandi viðskiptaumhverfum í þeim löndum sem smásölurisinn hefur hafið rekstur. „Eins og í Kanada fær verslunin ekki að selja áfengi og lausasölulyf, rétt eins og í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna sem hafa mismunandi lög og reglur í þessum efnum.“ Það megi þó ekki skilja það sem svo að Guðrún sé mótfallin hugmyndum bandaríska smásölurisans um sölu á fyrrgreindum vörum í matvörubúðum hérlendis. Hún hafi til að mynda aldrei skilið af hverju Íslendingar geti ekki keypt bjór og léttvín í matvöruverslunum. „Við getum hins vegar ekki farið að kollvarpa því umhverfi sem við höfum starfað og búið í fjölmörg ár með jafn miklu offorsi og mér sýnist umræða síðustu daga bera með sér. Við erum að tala um að þetta kallar meðal annars á endurskoðun landbúnarkerfisins í heild sinni og ef við ætlum að fara í svo umfangsmiklar breytingar þá verðum við að gera það í góðu samráði við hlutaðeigandi aðila.“ Guðrún undirstrikar að hún vilji að allir sitji við sama borð þegar kemur rekstri verlsana hérlendis. „Og umfram allt erum við að berjast um sanngjarnt samkeppnisumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins.
Tengdar fréttir Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. 3. júlí 2014 13:37 Bandarískur smásölurisi vill reka bensínstöðvar á Íslandi Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga að hefja rekstur bensínstöðva hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð við Korputorg í Grafarvogi í þessu skyni en þar vill félagið einnig opna verslun. 1. júlí 2014 14:06 Fagna grundvallabreytingu stjórnvalda Hagar fagna yfirlýsingu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um breytingu á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. 2. júlí 2014 23:01 Bensínstöð forsenda komu Costco til landsins Formaður Skipulagsráðs segir nauðsynlegt að taka tillit til þess að þegar eru 74 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 1. júlí 2014 20:00 Samþykktu Costco-stöð við Korputorg Skipulagsráð Reykjavíkurborgar er búið að afgreiða beiðni Costco um fjölorkustöð við Korputorg. 3. júlí 2014 07:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. 3. júlí 2014 13:37
Bandarískur smásölurisi vill reka bensínstöðvar á Íslandi Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga að hefja rekstur bensínstöðva hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð við Korputorg í Grafarvogi í þessu skyni en þar vill félagið einnig opna verslun. 1. júlí 2014 14:06
Fagna grundvallabreytingu stjórnvalda Hagar fagna yfirlýsingu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um breytingu á stefnu stjórnvalda í málum sem snúa að viðskiptafrelsi með sjálfsagðar neysluvörur. 2. júlí 2014 23:01
Bensínstöð forsenda komu Costco til landsins Formaður Skipulagsráðs segir nauðsynlegt að taka tillit til þess að þegar eru 74 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 1. júlí 2014 20:00
Samþykktu Costco-stöð við Korputorg Skipulagsráð Reykjavíkurborgar er búið að afgreiða beiðni Costco um fjölorkustöð við Korputorg. 3. júlí 2014 07:00