Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2014 13:37 Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu. Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Sjá meira