Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2014 13:37 Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu. Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira