Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2014 13:37 Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira