Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2014 13:37 Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu. Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira