Strætóskýli úr 100.000 Lego kubbum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 12:45 Ungur vegfarandi hrífst af strætóskýlinu. Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent
Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent