Lífið

Rik Mayall borinn til grafar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spéfuglinn Rik Mayall var borinn til grafar í dag í kirkju heilags Georgs í Dittisham í Devon á Englandi.

Rik var hvað þekktastur fyrir leik sinn í The Young Ones, Bottom og Blackadder en hann lést í síðustu viku á heimili sínu í Barnes af völdum hjartaáfalls, aðeins 56 ára gamall.

Meðal þeirra sem kvöddu Rik í hinsta sinn í dag voru Alan Rickman, Ben Elton, Dawn French og Jennifer Saunders. Mikil fagnaðarlæti og klöpp heyrðust úr kirkjunni á meðan á athöfninni stóð og gengu gestir út við lagið Brown Eyed Girl með Van Morrison.

Rik skilur eftir sig eiginkonuna Barböru og börnin Rosie, 28 ára, Sidney, 26 ára og Bonnie, 18 ára. 

Dawn French.
Jennifer Saunders.
Rik og Adrian Edmondson sem Richie og Eddie í Bottom.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.