Lífið

Fékk sér trompettattú

Lady Gaga er búin að bæta við enn einu húðflúrinu en í þetta sinn fékk daman sér húðflúr af trompeti á innanverðan upphandlegginn. Söngkonan birti mynd af nýja flúrinu á Instagram í gær en fyrir skartar hún um tíu öðrum flúrum, þar á meðal einhyrningi á lærinu og blómum á mjöðminni.

Gaga segir að nýjasta flúrið sé til heiðurs tónlistargoðsögninni Tony Bennett en það var Tony sjálfur sem teiknaði trompetið og fékk söngkonan húðflúrlistakonuna Beccu Roach til að flúra það á sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.