CCP segir upp 49 starfsmönnum Haraldur Guðmundsson skrifar 5. júní 2014 14:19 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur lagt niður 49 störf hjá fyrirtækinu og þar af 27 í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Í tilkynningu CCP segir að skipulagsbreytingarnar séu liður í áherslubreytingum fyrirtækisins í vöruþróun, þar sem lögð sé áhersla á þróun og útgáfu tölvuleikja fyrir einn og sama leikjaheiminn, Eve veröldina. Breytingarnar varði útgáfustarfsemi CCP og hafi ekki áhrif á leikjaþróun fyrirtækisins. CCP veiti öllum fráfarandi starfsmönnum stuðning og aðstoð við atvinnuleit.„Það er okkur þungbært að kveðja hæfileikaríkt starfsfólk okkar og vini. Fólk sem hefur lagt sitt af mörkum til fyrirtækisins og skilað mjög góðri vinnu við útgáfustarfsemi þess. En í ljósi breyttra aðstæðna, og stefnubreytinga í vöruþróun fyrirtækisins, er ég sannfærður um að þessar skipulagsbreytingar muni til lengri tíma litið styrkja og efla starfsemi CCP,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í tilkynningunni. Í aprílmánuði lagði fyrirtækið niður 56 stöðugildi í starfsstöð CCP í Atlanta þegar þróun á tölvuleiknum World of Darkness var hætt. Leikurinn hafði verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum frá árinu 2009. Í tilkynningu CCP um ákvörðunina kom fram að fyrirtækið myndi framvegis einbeita sér að leikjum sem eiga sér stað í EVE-heiminum, það er Eve Online, Valkyrie og Dust 514. Fyrirtækið tapaði 21,3 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, eða um 2,4 milljörðum króna. Það var í fyrsta sinn sem bókfært tap hefur verið á rekstrinum. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur lagt niður 49 störf hjá fyrirtækinu og þar af 27 í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Í tilkynningu CCP segir að skipulagsbreytingarnar séu liður í áherslubreytingum fyrirtækisins í vöruþróun, þar sem lögð sé áhersla á þróun og útgáfu tölvuleikja fyrir einn og sama leikjaheiminn, Eve veröldina. Breytingarnar varði útgáfustarfsemi CCP og hafi ekki áhrif á leikjaþróun fyrirtækisins. CCP veiti öllum fráfarandi starfsmönnum stuðning og aðstoð við atvinnuleit.„Það er okkur þungbært að kveðja hæfileikaríkt starfsfólk okkar og vini. Fólk sem hefur lagt sitt af mörkum til fyrirtækisins og skilað mjög góðri vinnu við útgáfustarfsemi þess. En í ljósi breyttra aðstæðna, og stefnubreytinga í vöruþróun fyrirtækisins, er ég sannfærður um að þessar skipulagsbreytingar muni til lengri tíma litið styrkja og efla starfsemi CCP,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í tilkynningunni. Í aprílmánuði lagði fyrirtækið niður 56 stöðugildi í starfsstöð CCP í Atlanta þegar þróun á tölvuleiknum World of Darkness var hætt. Leikurinn hafði verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum frá árinu 2009. Í tilkynningu CCP um ákvörðunina kom fram að fyrirtækið myndi framvegis einbeita sér að leikjum sem eiga sér stað í EVE-heiminum, það er Eve Online, Valkyrie og Dust 514. Fyrirtækið tapaði 21,3 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, eða um 2,4 milljörðum króna. Það var í fyrsta sinn sem bókfært tap hefur verið á rekstrinum.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent