Viðskipti innlent

Samningur flugmanna „vopnahlé“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Teitur
Flugmenn Icelandair skrifuðu undir kjarasamning hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Samningurinn flugmannanna við Samtök atvinnulífsins er stuttur og gildir eingöngu til 30. september, að sögn Hafsteins Pálssonar, varaformanns Samninganefndar flugmanna.

„Það eina sem ég get sagt um samninginn, því ég á eftir að kynna hann fyrir mínu fólki, er að hann er í anda þess samnings sem við gerðum við SA fyrir hönd Air Atlanta,“ segir Hafsteinn.

Samkvæmt heimildum Vísis líta flugmenn á þennan samning sem vopnahlé fram í október. Enn á Icelandair eftir að semja við flugfreyjur og flugvirkja.

Skrifað var undir samninginn eftir klukkan fimm í morgun eftir fund sem staðið hafði yfir frá því í gærmorgun.


Tengdar fréttir

Skrifað undir samning í flugmannadeilu

Flugmenn hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning við félagið hjá Ríkissáttasemjara klukkan rúmlega fimm í morgun eftir samningafund sem hafði staðið frá því í gærmorgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×