Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2014 20:15 Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun. Grafík/Landsvirkjun. Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun. Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun.
Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent