Átta japanskir bílaframleiðendur sameinast um framleiðslu véla Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 09:32 Vél í Toyota Corolla. Samvinna tveggja eða fleiri bílaframleiðenda er ekki óþekkt nú til dags, en óvanalegt er að 8 bílaframleiðendur frá einu landi sameinist um þróun véla. Það eru framleiðendurnir Toyota, Honda, Mazda, Nissan, Subaru, Mitsubishi, Suzuki og Daihatsu sem ætla saman að þróa vélar sem eiga að verða 30% sparneytnari en vélar þeirra í dag. Þarna eru svo til allir bílaframleiðendur Japans upptaldir og því er þetta verkefni svo gott sem landsátak bílgreinarinnar í sparneytni. Þessi þróun snýr bæði að framleiðslu bensín- og dísilvéla og er fjármögnuð að hálfu frá framleiðendunum og hálfu frá japanska ríkinu. Samtals hefur verið lagt 20 milljón dollarar til verksins, en talsvert langt er í að sjáist til afraksturs þess. Miðað er við að fyrstu vélarnar sem koma út úr þessu þróunarverkefni verði af árgerð 2020, en horft er í fyrstu til 10 ára verkefnis, eða til ársins 2024. Eitt af markmiðum þeim sem bílaframleiðendurnir hafa sett sér er að nýta orku bæði bensíns og dísilolíu mun betur en nú er gert. Í dag nýta vélar um 39% af orku bensíns og 42% af orku dísilolíu, en markmiðið er að ná þessari tölu í 50% fyrir báðar gerðir. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent
Samvinna tveggja eða fleiri bílaframleiðenda er ekki óþekkt nú til dags, en óvanalegt er að 8 bílaframleiðendur frá einu landi sameinist um þróun véla. Það eru framleiðendurnir Toyota, Honda, Mazda, Nissan, Subaru, Mitsubishi, Suzuki og Daihatsu sem ætla saman að þróa vélar sem eiga að verða 30% sparneytnari en vélar þeirra í dag. Þarna eru svo til allir bílaframleiðendur Japans upptaldir og því er þetta verkefni svo gott sem landsátak bílgreinarinnar í sparneytni. Þessi þróun snýr bæði að framleiðslu bensín- og dísilvéla og er fjármögnuð að hálfu frá framleiðendunum og hálfu frá japanska ríkinu. Samtals hefur verið lagt 20 milljón dollarar til verksins, en talsvert langt er í að sjáist til afraksturs þess. Miðað er við að fyrstu vélarnar sem koma út úr þessu þróunarverkefni verði af árgerð 2020, en horft er í fyrstu til 10 ára verkefnis, eða til ársins 2024. Eitt af markmiðum þeim sem bílaframleiðendurnir hafa sett sér er að nýta orku bæði bensíns og dísilolíu mun betur en nú er gert. Í dag nýta vélar um 39% af orku bensíns og 42% af orku dísilolíu, en markmiðið er að ná þessari tölu í 50% fyrir báðar gerðir.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent