Dekk með innbyggðri fjöðrun Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 11:45 Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent
Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent