New York stælir Stokkhólm í umferðarmálum Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 14:22 Bílaumferð í Stokkhólmi. Borgarstjóri New York borgar ætlar að taka upp siði Svía hvað umferðarmál varðar og innleiða þær aðferðir sem notaðar eru í Stokkhólmi til að fækka slysum. Dauðaslys í umferðinni í New York einni voru 290 í fyrra, en í samanburði voru þau 264 í Svíþjóð allri. Reyndar hefur þeim fækkað í New York um 26% frá árinu 2001 en borgarstjóri New York, Bill de Blasio, vill gera betur. Svíþjóð er með lægstu dánartíðni í umferðinni af öllum löndum heims. Markmið Svía er ekki metnaðarminna en það að eyða öllum dauðaslysum í umferðinni, en víst er að eittvhað er í að það markmið náist. Í Stokkhólmi eru margar götur, líkt og í Reykjavík, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og það hyggst borgarstjóri New York innleiða víða og lækka hámarkshraða víða úr 50 í 40 (þ.e. frá 30 mílum í 25). Auk þess verða 120 hraðamyndavélar settar upp í borginni og lögreglan mun herða mjög mælingar á hraða. Fylgst verður mjög með umferð í kringum skóla. Ennfremur er í skoðun að setja sírita í leigubíla borgarinnar sem fylgjast með hraða og ökulagi. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent
Borgarstjóri New York borgar ætlar að taka upp siði Svía hvað umferðarmál varðar og innleiða þær aðferðir sem notaðar eru í Stokkhólmi til að fækka slysum. Dauðaslys í umferðinni í New York einni voru 290 í fyrra, en í samanburði voru þau 264 í Svíþjóð allri. Reyndar hefur þeim fækkað í New York um 26% frá árinu 2001 en borgarstjóri New York, Bill de Blasio, vill gera betur. Svíþjóð er með lægstu dánartíðni í umferðinni af öllum löndum heims. Markmið Svía er ekki metnaðarminna en það að eyða öllum dauðaslysum í umferðinni, en víst er að eittvhað er í að það markmið náist. Í Stokkhólmi eru margar götur, líkt og í Reykjavík, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og það hyggst borgarstjóri New York innleiða víða og lækka hámarkshraða víða úr 50 í 40 (þ.e. frá 30 mílum í 25). Auk þess verða 120 hraðamyndavélar settar upp í borginni og lögreglan mun herða mjög mælingar á hraða. Fylgst verður mjög með umferð í kringum skóla. Ennfremur er í skoðun að setja sírita í leigubíla borgarinnar sem fylgjast með hraða og ökulagi.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent