Aukning í bílasölu 18,1% í apríl Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2014 15:21 Ágætur gangur er í bílasölu á árinu. Sala á nýjum fólksbílum frá 1–30 apríl sl. jókst um 18,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 684 á móti 579 í sama mánuði 2013 eða aukning um 105 bíla. Samtals hafa verið skráðir 2257 fólksbílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins og er það 17,8% aukning frá fyrra ári. Kemur þetta fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Mikil aukning hefur verið í sölu atvinnubíla og sem dæmi þá voru nýskráðir 30 vörubílar á tímabilinu 1.janúar til 31.mars sl. en á síðasta ári voru þeir 15 á sama tímabili. Alls voru skráðir 204 sendibílar og fyrstu þrem mánuðum ársins á móti 113 samanborði við sama tímabil árið 2013. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja og reiknað er með áframhaldandi vexti í nýskráningum um 15-20%. Með sterkari krónu og minkandi verðbólgu er verð á nýjum bílum orðið mun hagstæðara nú en fyrir fáeinum misserum. Einnig hafa öll bílaumboðin lagt mikið í að ná sem hagkvæmustu samningum við sína byrgja með góðum árangri sem endurspeglast í verði nýrra bíla í dag segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1–30 apríl sl. jókst um 18,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 684 á móti 579 í sama mánuði 2013 eða aukning um 105 bíla. Samtals hafa verið skráðir 2257 fólksbílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins og er það 17,8% aukning frá fyrra ári. Kemur þetta fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Mikil aukning hefur verið í sölu atvinnubíla og sem dæmi þá voru nýskráðir 30 vörubílar á tímabilinu 1.janúar til 31.mars sl. en á síðasta ári voru þeir 15 á sama tímabili. Alls voru skráðir 204 sendibílar og fyrstu þrem mánuðum ársins á móti 113 samanborði við sama tímabil árið 2013. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja og reiknað er með áframhaldandi vexti í nýskráningum um 15-20%. Með sterkari krónu og minkandi verðbólgu er verð á nýjum bílum orðið mun hagstæðara nú en fyrir fáeinum misserum. Einnig hafa öll bílaumboðin lagt mikið í að ná sem hagkvæmustu samningum við sína byrgja með góðum árangri sem endurspeglast í verði nýrra bíla í dag segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent