Viðskipti innlent

Hannes Smárason bar af sér allar sakir í fjárdráttarmáli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Málið verður tekið fyrir 9. október nk.
Málið verður tekið fyrir 9. október nk.
Hannes Smárason neitaði sök í fjárdráttarmáli FL Group þegar hann mætti í fyrsta skipti fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.  Málinu var frestað til 9. október og verður greinagerð skilað inn þann dag.

Hannes er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið að sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.

Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millifært upphæðina til baka, ásamt vöxtum, tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka.

Gísli Hall, verjandi Hannesar, segir að líklega verði vitnum fækkað eitthvað, en um tuttugu og fimm manns eru nú á vitnalistanum.  Samkvæmt frétt RÚV er Inga Jóna Þórðardóttir á meðal þeirra sem gert er ráð fyrir að beri vitni, en talið er að millifærslan hafi átt þátt í að Inga Jóna ásamt öðrum stjórnarmönnum sögðu af sér árið 2005.


Tengdar fréttir

Verjandi Hannesar segir sannanir skorta

Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×