Banaslysum í evrópskri umferð fækkað um helming Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2014 14:04 Bílaumferð í Frakklandi. Autoblog Banaslysum hefur fækkað mjög mikið í umferðinni í Evrópu síðasta áratug. Árið 2001 voru 28.000 banaslys á evrópskum vegum, en aðeins 12.000 árið 2012. Þetta er reyndar 57% fækkun og verður að teljast góður árangur. Banaslysum í umferðinni hefur fækkað mest í löndum Spánar og Lettland, eða um 66%. Pólland er með hættulegustu vegi Evrópu með 11 dauðaslys á hvern milljarð ekinna kílómetra. Sá samaburður er slæmur í samanburði við Bretland, Holland og Sviss þar sem sambærileg tala er 2 dauðsföll. Pólverjar eiga greinilega verk að vinna. Öruggari bílar eiga stærstan þátt í þessari miklu lækkun, en einnig betri vegir og merkingar. Strangari reglur varðandi ölvunarakstur hefur einnig fækkað dauðaslysum verulega. Þá hefur verið rekinn mikill áróður um notkun bílbelta og á það þátt í árangrinum. Á sama tíma hefur dauðaslysum einnig fækkað verulega á Íslandi, með sambærilegum árangri á á meginlandi Evrópu. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent
Banaslysum hefur fækkað mjög mikið í umferðinni í Evrópu síðasta áratug. Árið 2001 voru 28.000 banaslys á evrópskum vegum, en aðeins 12.000 árið 2012. Þetta er reyndar 57% fækkun og verður að teljast góður árangur. Banaslysum í umferðinni hefur fækkað mest í löndum Spánar og Lettland, eða um 66%. Pólland er með hættulegustu vegi Evrópu með 11 dauðaslys á hvern milljarð ekinna kílómetra. Sá samaburður er slæmur í samanburði við Bretland, Holland og Sviss þar sem sambærileg tala er 2 dauðsföll. Pólverjar eiga greinilega verk að vinna. Öruggari bílar eiga stærstan þátt í þessari miklu lækkun, en einnig betri vegir og merkingar. Strangari reglur varðandi ölvunarakstur hefur einnig fækkað dauðaslysum verulega. Þá hefur verið rekinn mikill áróður um notkun bílbelta og á það þátt í árangrinum. Á sama tíma hefur dauðaslysum einnig fækkað verulega á Íslandi, með sambærilegum árangri á á meginlandi Evrópu.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent