Seung-Yul Noh sigraði í Louisiana 28. apríl 2014 00:51 Seung-Yul Noh lék frábært golf um helgina. AP/Vísir Seung-Yul Noh, 23 ára gamall Suður-Kóreubúi sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann bar sigur úr býtum á Zurich Classic mótinu sem fram fór á TPC Louisiana vellinum. Noh lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en hann leiddi mótið fyrir lokahringinn og sigldi svo sigrinum í land með lokahring upp á 71 högg. Öðru sætinu deildu þeir Andrew Svobota og Robert Steb á 17 höggum undir en Jeff Overton endaði einn í fjórða sæti á 16 höggum undir. Keegan Bradley sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn náði sér aldrei á strik í kvöld og lék á 75 höggum eða þremur yfir pari en mikill vindur gerði kylfingum lífið leitt eftir því sem leið á hringinn og voru skorin eftir því. Seung-Yul Noh hefur verið atvinnumaður síðan að hann var 17 ára gamall en hann var á sínum tíma yngsti kylfingur í sögunni til þess að sigra mót á evrópsku mótaröðinni. Núna hefur hann bætt titli á PGA-mótaröðinni í titlasafnið en fyrir sigurinn fær hann rúmlega 140 milljónir króna í verðlaunafé ásamt tveggja ára keppnisrétt á mótaröðinni. Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Seung-Yul Noh, 23 ára gamall Suður-Kóreubúi sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann bar sigur úr býtum á Zurich Classic mótinu sem fram fór á TPC Louisiana vellinum. Noh lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en hann leiddi mótið fyrir lokahringinn og sigldi svo sigrinum í land með lokahring upp á 71 högg. Öðru sætinu deildu þeir Andrew Svobota og Robert Steb á 17 höggum undir en Jeff Overton endaði einn í fjórða sæti á 16 höggum undir. Keegan Bradley sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn náði sér aldrei á strik í kvöld og lék á 75 höggum eða þremur yfir pari en mikill vindur gerði kylfingum lífið leitt eftir því sem leið á hringinn og voru skorin eftir því. Seung-Yul Noh hefur verið atvinnumaður síðan að hann var 17 ára gamall en hann var á sínum tíma yngsti kylfingur í sögunni til þess að sigra mót á evrópsku mótaröðinni. Núna hefur hann bætt titli á PGA-mótaröðinni í titlasafnið en fyrir sigurinn fær hann rúmlega 140 milljónir króna í verðlaunafé ásamt tveggja ára keppnisrétt á mótaröðinni.
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira