Honda og Mercedes Benz með bestu ímyndina Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 16:15 Mercedes Benz hefur bestu ímyndina meðal bíleigenda í Bandaríkjunum. Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent
Kelley Blue Book í Bandaríkjunum gerir árlega könnun meðal bíleigenda á hvaða bílamerki hefur besta ímynd í þeirra augum og að þessu sinni byggir hún á svörum 12.000 eigendur nýrra bíla. Í henni kemur í ljós að á meðal bíla sem ekki teljast lúxusbílar hefur Honda bestu ímyndina. Á meðal lúxusbíla er það hinsvegar Mercedes Benz. Á meðal pallbíla er það Ford. Honda er það bílamerki sem flestir bera traust til, en Kia, GMC, Mini og Chevrolet kræktu einnig í viðurkenningar fyrir markaðsvirði bíla, fágun, getu og útlit. Á meðal lúxusbíla náðu merkin Lexus, Buick, Porsche og Jaguar næstu sætunum á eftir Mercedes Benz.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent