Microsoft hættir stuðningi við Windows XP í dag Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2014 09:52 mynd/samsett Microsoft hættir stuðningi við Windows XP stýrikerfið í dag. Snæbjörn Ingólfsson, sérfræðingur hjá Nýherja, segir að Microsoft muni hætta að gefa út öryggisuppfærslur og því verði tölvur með Windows XP viðkvæmari fyrir tölvuárásum og vírusum. Windows XP er enn næst útbreiddasta stýrikerfi á einkatölvumarkaði á eftir Windows 7, eða með í kringum 30% markaðshlutdeild á heimsvísu. Talið er að markaðshlutdeild Windows XP hér á landi sé í kringum 10%. Snæbjörn segir að sú staðreynd að Microsoft hætti stuðningi við XP þann 8. apríl muni ekki hafa meiriháttar áhrif fyrst um sinn. „Það sem gerist er að tölvubúnaður sem keyrir enn á Windows XP mun verða viðkvæmari fyrir tölvuárásum og vírusum. Microsoft mun hætta að gefa út öryggisuppfærslur fyrir stýrikerfið, sem þýðir að ef finnast öryggisholur í Windows XP eftir 8. apríl verða ekki gefnir út plástar (e. Patch) til að loka fyrir þær,” segir Snæbjörn. Snæbjörn segir að margir framleiðendur hugbúnaðar og jaðartækja hætti að styðja við Windows XP og því fækkar slíkum tækjum. „Ekki er heldur sjálfgefið að nýjar tölvur keyri Windows XP því nýjustu hörðu diskarnar eru þannig úr garði gerðir að ekki er hægt að setja Windows XP upp á þá.” En hvað geta Windows XP notendur gert? Snæbjörn segir að best sé að uppfæra tölvuna í nýrra stýrikerfi, Windows 7 eða Windows 8.1. Ekki er víst að allar eldri gerðir tölva ráði við Windows 8.1 en þær gætu ráðið við Windows 7. „Ef tölvan er orðin mjög gömul er líklegt að tími sé kominn til að endurnýja hana,” segir Snæbjörn.Þetta skífurit sýnir útbreiðslu stýrikerfa í byrjun árs 2014. Eins og sést er Windows XP næstútbreiddasta stýrikerfi heims.Mynd/Net Market Share Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Microsoft hættir stuðningi við Windows XP stýrikerfið í dag. Snæbjörn Ingólfsson, sérfræðingur hjá Nýherja, segir að Microsoft muni hætta að gefa út öryggisuppfærslur og því verði tölvur með Windows XP viðkvæmari fyrir tölvuárásum og vírusum. Windows XP er enn næst útbreiddasta stýrikerfi á einkatölvumarkaði á eftir Windows 7, eða með í kringum 30% markaðshlutdeild á heimsvísu. Talið er að markaðshlutdeild Windows XP hér á landi sé í kringum 10%. Snæbjörn segir að sú staðreynd að Microsoft hætti stuðningi við XP þann 8. apríl muni ekki hafa meiriháttar áhrif fyrst um sinn. „Það sem gerist er að tölvubúnaður sem keyrir enn á Windows XP mun verða viðkvæmari fyrir tölvuárásum og vírusum. Microsoft mun hætta að gefa út öryggisuppfærslur fyrir stýrikerfið, sem þýðir að ef finnast öryggisholur í Windows XP eftir 8. apríl verða ekki gefnir út plástar (e. Patch) til að loka fyrir þær,” segir Snæbjörn. Snæbjörn segir að margir framleiðendur hugbúnaðar og jaðartækja hætti að styðja við Windows XP og því fækkar slíkum tækjum. „Ekki er heldur sjálfgefið að nýjar tölvur keyri Windows XP því nýjustu hörðu diskarnar eru þannig úr garði gerðir að ekki er hægt að setja Windows XP upp á þá.” En hvað geta Windows XP notendur gert? Snæbjörn segir að best sé að uppfæra tölvuna í nýrra stýrikerfi, Windows 7 eða Windows 8.1. Ekki er víst að allar eldri gerðir tölva ráði við Windows 8.1 en þær gætu ráðið við Windows 7. „Ef tölvan er orðin mjög gömul er líklegt að tími sé kominn til að endurnýja hana,” segir Snæbjörn.Þetta skífurit sýnir útbreiðslu stýrikerfa í byrjun árs 2014. Eins og sést er Windows XP næstútbreiddasta stýrikerfi heims.Mynd/Net Market Share
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira