Reiða kennslukonan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 21. mars 2014 15:23 Fyrir ekki svo löngu skrifaði ég grein með fyrirsögninni Glaða kennslukonan. Á þeim tíma var hún sönn, ég reyndi eftir fremsta megni að halda í gleðina sem starfið veitti mér svona til þess að komast í gegnum daginn. Að vissu leyti er það svoleiðis enn, ég reyni frekar að muna eftir því þegar nemandi tók framförum heldur en þegar nemandi lamdi mig, reyni frekar að muna eftir því þegar nemandi sagði að ég hefði hjálpað honum að skilja eitthvað heldur en þegar nemandi kallaði mig tík. Ég held dauðahaldi í góðu augnablikin svo þau slæmu nái ekki yfirhöndinni, svipað og ég ímynda mér að þunglyndissjúklingur geri, en það verður bara sífellt erfiðara. Þessa dagana er ég flest annað en glaða kennslukona. Stundum er ég þreytta kennslukonan, þreytt á fjársveltu hægvirku kerfi sem stundum virðist ekki hannað til að þjóna nemendum. Þreytt á því að þurfa sífellt að velta fyrir mér hver einustu mánaðamót hvort hlutirnir gangi upp eða hvort þurfi að hækka yfirdráttinn eina ferðina enn. Hærri laun myndu að vísu ekki draga úr því ómanneskjulega álagi sem flestir kennarar finna fyrir þessa dagana en það yrði þó einu áhyggjuefninu færra. Þreytta kennslukonan sem reynir þó eftir megni að safna orku eftir vinnudaginn svo ég eigi líka eitthvað eftir til að gefa mínu eigin barni, skítt með þvottinn og uppvaskið meðan ég get leikið smá stund. Stundum er ég leiða kennslukonan, leið yfir því að geta ekki nýtt hæfileika mína og nemenda minna til fulls þar sem núverandi aðstæður leyfa það ekki. Leið yfir því að geta ekki veitt barninu mínu allt sem ég vil einfaldlega því ég kaus sem starf sem sannarlega er ekki metið að verðleikum. Núna er ég samt aðallega bara reiða kennslukonan. Reið yfir því að vera föst í kerfi sem metur mig ekki að verðleikum. Reið út í ráðamenn sem hafa svo miklar áhyggjur af því að ég sé ekki að vinna vinnuna mína að þeir vilja festa mig enn lengur á vinnustaðnum bara svona til öryggis. Reið út í alla sem koma með skotið um að kennarar séu nú alltaf í fríi, sá brandari er bara svo löngu hættur að vera fyndinn. Ég er reið út í aðstæður sem valda því að ég velti fyrir mér hvort ég verði útbrunnin í starfi fyrir 35 ára aldur. Ég er reið út í fólk sem segir að það séu ekki til peningar fyrir launaleiðréttingunni minni, ég hafi valið mér þetta starf og geti bara staðið með því. Eiginlega er ég orðin svo reið að það stefnir í að ég velji eitthvað annað starf og ég er ekki ein um það. Skólakerfið mun missa mikið af hæfum kennurum og endurnýjun verður lítil sem engin á komandi árum (í stétt sem er með ört hækkandi meðalaldur) ef ráðamenn fara ekki að girða sig í brók og semja við kennara á raunhæfum nótum. Annars vil ég nota tækifærið og bjóða einhverjum af samningamönnum sveitarfélaganna að skipta við mig í eins og tvær vikur, sinna mínu starfi með sóma og að sjálfsögðu lifa á þessum launum. Þá kannski átta þeir sig á því af hverju við kennarar segjumst vera sérfræðingar í okkar starfi!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu skrifaði ég grein með fyrirsögninni Glaða kennslukonan. Á þeim tíma var hún sönn, ég reyndi eftir fremsta megni að halda í gleðina sem starfið veitti mér svona til þess að komast í gegnum daginn. Að vissu leyti er það svoleiðis enn, ég reyni frekar að muna eftir því þegar nemandi tók framförum heldur en þegar nemandi lamdi mig, reyni frekar að muna eftir því þegar nemandi sagði að ég hefði hjálpað honum að skilja eitthvað heldur en þegar nemandi kallaði mig tík. Ég held dauðahaldi í góðu augnablikin svo þau slæmu nái ekki yfirhöndinni, svipað og ég ímynda mér að þunglyndissjúklingur geri, en það verður bara sífellt erfiðara. Þessa dagana er ég flest annað en glaða kennslukona. Stundum er ég þreytta kennslukonan, þreytt á fjársveltu hægvirku kerfi sem stundum virðist ekki hannað til að þjóna nemendum. Þreytt á því að þurfa sífellt að velta fyrir mér hver einustu mánaðamót hvort hlutirnir gangi upp eða hvort þurfi að hækka yfirdráttinn eina ferðina enn. Hærri laun myndu að vísu ekki draga úr því ómanneskjulega álagi sem flestir kennarar finna fyrir þessa dagana en það yrði þó einu áhyggjuefninu færra. Þreytta kennslukonan sem reynir þó eftir megni að safna orku eftir vinnudaginn svo ég eigi líka eitthvað eftir til að gefa mínu eigin barni, skítt með þvottinn og uppvaskið meðan ég get leikið smá stund. Stundum er ég leiða kennslukonan, leið yfir því að geta ekki nýtt hæfileika mína og nemenda minna til fulls þar sem núverandi aðstæður leyfa það ekki. Leið yfir því að geta ekki veitt barninu mínu allt sem ég vil einfaldlega því ég kaus sem starf sem sannarlega er ekki metið að verðleikum. Núna er ég samt aðallega bara reiða kennslukonan. Reið yfir því að vera föst í kerfi sem metur mig ekki að verðleikum. Reið út í ráðamenn sem hafa svo miklar áhyggjur af því að ég sé ekki að vinna vinnuna mína að þeir vilja festa mig enn lengur á vinnustaðnum bara svona til öryggis. Reið út í alla sem koma með skotið um að kennarar séu nú alltaf í fríi, sá brandari er bara svo löngu hættur að vera fyndinn. Ég er reið út í aðstæður sem valda því að ég velti fyrir mér hvort ég verði útbrunnin í starfi fyrir 35 ára aldur. Ég er reið út í fólk sem segir að það séu ekki til peningar fyrir launaleiðréttingunni minni, ég hafi valið mér þetta starf og geti bara staðið með því. Eiginlega er ég orðin svo reið að það stefnir í að ég velji eitthvað annað starf og ég er ekki ein um það. Skólakerfið mun missa mikið af hæfum kennurum og endurnýjun verður lítil sem engin á komandi árum (í stétt sem er með ört hækkandi meðalaldur) ef ráðamenn fara ekki að girða sig í brók og semja við kennara á raunhæfum nótum. Annars vil ég nota tækifærið og bjóða einhverjum af samningamönnum sveitarfélaganna að skipta við mig í eins og tvær vikur, sinna mínu starfi með sóma og að sjálfsögðu lifa á þessum launum. Þá kannski átta þeir sig á því af hverju við kennarar segjumst vera sérfræðingar í okkar starfi!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun