Reiða kennslukonan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 21. mars 2014 15:23 Fyrir ekki svo löngu skrifaði ég grein með fyrirsögninni Glaða kennslukonan. Á þeim tíma var hún sönn, ég reyndi eftir fremsta megni að halda í gleðina sem starfið veitti mér svona til þess að komast í gegnum daginn. Að vissu leyti er það svoleiðis enn, ég reyni frekar að muna eftir því þegar nemandi tók framförum heldur en þegar nemandi lamdi mig, reyni frekar að muna eftir því þegar nemandi sagði að ég hefði hjálpað honum að skilja eitthvað heldur en þegar nemandi kallaði mig tík. Ég held dauðahaldi í góðu augnablikin svo þau slæmu nái ekki yfirhöndinni, svipað og ég ímynda mér að þunglyndissjúklingur geri, en það verður bara sífellt erfiðara. Þessa dagana er ég flest annað en glaða kennslukona. Stundum er ég þreytta kennslukonan, þreytt á fjársveltu hægvirku kerfi sem stundum virðist ekki hannað til að þjóna nemendum. Þreytt á því að þurfa sífellt að velta fyrir mér hver einustu mánaðamót hvort hlutirnir gangi upp eða hvort þurfi að hækka yfirdráttinn eina ferðina enn. Hærri laun myndu að vísu ekki draga úr því ómanneskjulega álagi sem flestir kennarar finna fyrir þessa dagana en það yrði þó einu áhyggjuefninu færra. Þreytta kennslukonan sem reynir þó eftir megni að safna orku eftir vinnudaginn svo ég eigi líka eitthvað eftir til að gefa mínu eigin barni, skítt með þvottinn og uppvaskið meðan ég get leikið smá stund. Stundum er ég leiða kennslukonan, leið yfir því að geta ekki nýtt hæfileika mína og nemenda minna til fulls þar sem núverandi aðstæður leyfa það ekki. Leið yfir því að geta ekki veitt barninu mínu allt sem ég vil einfaldlega því ég kaus sem starf sem sannarlega er ekki metið að verðleikum. Núna er ég samt aðallega bara reiða kennslukonan. Reið yfir því að vera föst í kerfi sem metur mig ekki að verðleikum. Reið út í ráðamenn sem hafa svo miklar áhyggjur af því að ég sé ekki að vinna vinnuna mína að þeir vilja festa mig enn lengur á vinnustaðnum bara svona til öryggis. Reið út í alla sem koma með skotið um að kennarar séu nú alltaf í fríi, sá brandari er bara svo löngu hættur að vera fyndinn. Ég er reið út í aðstæður sem valda því að ég velti fyrir mér hvort ég verði útbrunnin í starfi fyrir 35 ára aldur. Ég er reið út í fólk sem segir að það séu ekki til peningar fyrir launaleiðréttingunni minni, ég hafi valið mér þetta starf og geti bara staðið með því. Eiginlega er ég orðin svo reið að það stefnir í að ég velji eitthvað annað starf og ég er ekki ein um það. Skólakerfið mun missa mikið af hæfum kennurum og endurnýjun verður lítil sem engin á komandi árum (í stétt sem er með ört hækkandi meðalaldur) ef ráðamenn fara ekki að girða sig í brók og semja við kennara á raunhæfum nótum. Annars vil ég nota tækifærið og bjóða einhverjum af samningamönnum sveitarfélaganna að skipta við mig í eins og tvær vikur, sinna mínu starfi með sóma og að sjálfsögðu lifa á þessum launum. Þá kannski átta þeir sig á því af hverju við kennarar segjumst vera sérfræðingar í okkar starfi!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu skrifaði ég grein með fyrirsögninni Glaða kennslukonan. Á þeim tíma var hún sönn, ég reyndi eftir fremsta megni að halda í gleðina sem starfið veitti mér svona til þess að komast í gegnum daginn. Að vissu leyti er það svoleiðis enn, ég reyni frekar að muna eftir því þegar nemandi tók framförum heldur en þegar nemandi lamdi mig, reyni frekar að muna eftir því þegar nemandi sagði að ég hefði hjálpað honum að skilja eitthvað heldur en þegar nemandi kallaði mig tík. Ég held dauðahaldi í góðu augnablikin svo þau slæmu nái ekki yfirhöndinni, svipað og ég ímynda mér að þunglyndissjúklingur geri, en það verður bara sífellt erfiðara. Þessa dagana er ég flest annað en glaða kennslukona. Stundum er ég þreytta kennslukonan, þreytt á fjársveltu hægvirku kerfi sem stundum virðist ekki hannað til að þjóna nemendum. Þreytt á því að þurfa sífellt að velta fyrir mér hver einustu mánaðamót hvort hlutirnir gangi upp eða hvort þurfi að hækka yfirdráttinn eina ferðina enn. Hærri laun myndu að vísu ekki draga úr því ómanneskjulega álagi sem flestir kennarar finna fyrir þessa dagana en það yrði þó einu áhyggjuefninu færra. Þreytta kennslukonan sem reynir þó eftir megni að safna orku eftir vinnudaginn svo ég eigi líka eitthvað eftir til að gefa mínu eigin barni, skítt með þvottinn og uppvaskið meðan ég get leikið smá stund. Stundum er ég leiða kennslukonan, leið yfir því að geta ekki nýtt hæfileika mína og nemenda minna til fulls þar sem núverandi aðstæður leyfa það ekki. Leið yfir því að geta ekki veitt barninu mínu allt sem ég vil einfaldlega því ég kaus sem starf sem sannarlega er ekki metið að verðleikum. Núna er ég samt aðallega bara reiða kennslukonan. Reið yfir því að vera föst í kerfi sem metur mig ekki að verðleikum. Reið út í ráðamenn sem hafa svo miklar áhyggjur af því að ég sé ekki að vinna vinnuna mína að þeir vilja festa mig enn lengur á vinnustaðnum bara svona til öryggis. Reið út í alla sem koma með skotið um að kennarar séu nú alltaf í fríi, sá brandari er bara svo löngu hættur að vera fyndinn. Ég er reið út í aðstæður sem valda því að ég velti fyrir mér hvort ég verði útbrunnin í starfi fyrir 35 ára aldur. Ég er reið út í fólk sem segir að það séu ekki til peningar fyrir launaleiðréttingunni minni, ég hafi valið mér þetta starf og geti bara staðið með því. Eiginlega er ég orðin svo reið að það stefnir í að ég velji eitthvað annað starf og ég er ekki ein um það. Skólakerfið mun missa mikið af hæfum kennurum og endurnýjun verður lítil sem engin á komandi árum (í stétt sem er með ört hækkandi meðalaldur) ef ráðamenn fara ekki að girða sig í brók og semja við kennara á raunhæfum nótum. Annars vil ég nota tækifærið og bjóða einhverjum af samningamönnum sveitarfélaganna að skipta við mig í eins og tvær vikur, sinna mínu starfi með sóma og að sjálfsögðu lifa á þessum launum. Þá kannski átta þeir sig á því af hverju við kennarar segjumst vera sérfræðingar í okkar starfi!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar