Að láta drauma sína rætast Sandra Óskarsdóttir skrifar 21. mars 2014 15:54 Hver kannast ekki við að vilja prófa svo margt og gera svo margt en einhverra hluta vegna verða hugmyndirnar aldrei meira en bara mesta lagi eintómur draumur? Sumir hafa lista yfir þessar hugmyndir og kallast sá listi „the bucket list“ á ensku. The bucket list er persónubundinn listi yfir hluti eða athafnir sem einstaklingur vill gera, upplifa eða afreka á sinni lífstíð. Listinn getur verið ýmist stuttur eða langur og hugmyndirnar verið jafn mismunandi og við erum mörg, allt frá því að ganga upp á Esjuna og yfir í það að fara í heimsreisu. Listinn getur innihaldið allskonar drauma en að sjálfsögðu verða hugmyndirnar að vera framkvæmanlegar. Mjög margir eiga slíkann lista eða hafa hugmyndir um eitthvað sem þeim langar virkilega að upplifa, prófa eða afreka í lífinu en hinsvegar eru ekki jafn margir sem láta hugmyndirnar verða að veruleika. En það er einmitt málið, hvers vegna ekki? Hvers vegna ekki að klifra Esjuna, fara í fallhlífastökk, ferðast um Evrópu, fara á brimbretti, ferðast hringinn í kringum Ísland, búa í útlöndum, verða skiptinemi, hlaupa maraþon, sækja um ákveðna vinnu eða gera það sem þig langar virkilega að gera? Ég veit það er til nóg af afsökunum eins og peningaleysi, tímaleysi og hitt og þetta. En hvernig væri að yfirstíga hindranirnar og leita lausna í staðinn? Það er til dæmis hægt að skoða mismunandi leiðir til að framkvæma hugmyndirnar sínar, það er hægt að safna fyrir draumafríinu með því að nota sérstakann sparireikning eða jafnvel athuga með styrki. Einnig eru til þjónustusíður á borð við Nínukot og Kilroy sem koma að góðum notum þegar hugmyndirnar innihalda ferðalög og ævintýri. Hugmyndirnar eru mis stórar og þarf því að leggja mis mikið á sig til að þær verði að veruleika. En ef þig langar virkilega mikið að hugmyndin þín verði að veruleika þá ættiru að vera tilbúin/n að leggja mikið á þig, því erfiðið mun vera þess virði. Tilfinningin við að framkvæma hugmyndir á listanum sínum er nánast ólýsanleg. Ég upplifi nánast alltaf sömu tilfinninguna þegar ég framkvæmi eitthvað af listanum mínum en sú tilfinning er samblanda af stolti og þvílíkri hamingju. Þessi tilfinning er ein af þeim bestu sem ég hef kynnst og er það þess vegna sem ég held áfram með minn bucket-lista. Að toga í fallhlífina eftir að hafa stokkið út úr flugvélinni, að standa á brimbrettinu og horfa yfir ströndina, að gerast aupair í Bandaríkjunum í heilt ár og kynnast nýju fólki og nýrri menningu, að skoða Niagra fossana í Kanada, að ganga upp Esjuna og að fara loksins í Seljarvallalaugina. Allar þessar upplifanir, ásamt mörgum fleirum, hafa veitt mér svo mikla hamingju vegna þess að ég tók ákvörðun um að framkvæma það sem mig langaði svo innilega að upplifa. Ég tel þetta vera góða leið til að lifa lífinu og vera hamingjusamur, þá er ég ekki að tala um mínar hugmyndir, heldur það að láta hugmyndir sínar verða að veruleika, það að framkvæma atriðin á bucket-listanum sínum. Það skiptir ekki máli hvort hugmyndirnar séu stórar eða smáar heldur er aðalatriðið að þær veiti einstaklingum, ungum sem öldnum, hamingju og stolt. Að taka fyrsta skrefið er góð byrjun en svo þarf viljastyrk til að halda áfram alla leið. Láttu drauma þína verða að veruleika! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að vilja prófa svo margt og gera svo margt en einhverra hluta vegna verða hugmyndirnar aldrei meira en bara mesta lagi eintómur draumur? Sumir hafa lista yfir þessar hugmyndir og kallast sá listi „the bucket list“ á ensku. The bucket list er persónubundinn listi yfir hluti eða athafnir sem einstaklingur vill gera, upplifa eða afreka á sinni lífstíð. Listinn getur verið ýmist stuttur eða langur og hugmyndirnar verið jafn mismunandi og við erum mörg, allt frá því að ganga upp á Esjuna og yfir í það að fara í heimsreisu. Listinn getur innihaldið allskonar drauma en að sjálfsögðu verða hugmyndirnar að vera framkvæmanlegar. Mjög margir eiga slíkann lista eða hafa hugmyndir um eitthvað sem þeim langar virkilega að upplifa, prófa eða afreka í lífinu en hinsvegar eru ekki jafn margir sem láta hugmyndirnar verða að veruleika. En það er einmitt málið, hvers vegna ekki? Hvers vegna ekki að klifra Esjuna, fara í fallhlífastökk, ferðast um Evrópu, fara á brimbretti, ferðast hringinn í kringum Ísland, búa í útlöndum, verða skiptinemi, hlaupa maraþon, sækja um ákveðna vinnu eða gera það sem þig langar virkilega að gera? Ég veit það er til nóg af afsökunum eins og peningaleysi, tímaleysi og hitt og þetta. En hvernig væri að yfirstíga hindranirnar og leita lausna í staðinn? Það er til dæmis hægt að skoða mismunandi leiðir til að framkvæma hugmyndirnar sínar, það er hægt að safna fyrir draumafríinu með því að nota sérstakann sparireikning eða jafnvel athuga með styrki. Einnig eru til þjónustusíður á borð við Nínukot og Kilroy sem koma að góðum notum þegar hugmyndirnar innihalda ferðalög og ævintýri. Hugmyndirnar eru mis stórar og þarf því að leggja mis mikið á sig til að þær verði að veruleika. En ef þig langar virkilega mikið að hugmyndin þín verði að veruleika þá ættiru að vera tilbúin/n að leggja mikið á þig, því erfiðið mun vera þess virði. Tilfinningin við að framkvæma hugmyndir á listanum sínum er nánast ólýsanleg. Ég upplifi nánast alltaf sömu tilfinninguna þegar ég framkvæmi eitthvað af listanum mínum en sú tilfinning er samblanda af stolti og þvílíkri hamingju. Þessi tilfinning er ein af þeim bestu sem ég hef kynnst og er það þess vegna sem ég held áfram með minn bucket-lista. Að toga í fallhlífina eftir að hafa stokkið út úr flugvélinni, að standa á brimbrettinu og horfa yfir ströndina, að gerast aupair í Bandaríkjunum í heilt ár og kynnast nýju fólki og nýrri menningu, að skoða Niagra fossana í Kanada, að ganga upp Esjuna og að fara loksins í Seljarvallalaugina. Allar þessar upplifanir, ásamt mörgum fleirum, hafa veitt mér svo mikla hamingju vegna þess að ég tók ákvörðun um að framkvæma það sem mig langaði svo innilega að upplifa. Ég tel þetta vera góða leið til að lifa lífinu og vera hamingjusamur, þá er ég ekki að tala um mínar hugmyndir, heldur það að láta hugmyndir sínar verða að veruleika, það að framkvæma atriðin á bucket-listanum sínum. Það skiptir ekki máli hvort hugmyndirnar séu stórar eða smáar heldur er aðalatriðið að þær veiti einstaklingum, ungum sem öldnum, hamingju og stolt. Að taka fyrsta skrefið er góð byrjun en svo þarf viljastyrk til að halda áfram alla leið. Láttu drauma þína verða að veruleika!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun