Ef ég hefði haft allt á þurru Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar 25. mars 2014 13:09 Án þess að gera lítið úr brunatjóni þá gera sér fáir grein fyrir því hvað það er að ganga í gegnum afleiðingar alvarlegs vatnstjóns og þar af leiðandi er skilningur og stoðkerfi samfélagsins takmarkaður.Margt getur gerst Við komumst að því að uppþvottavélin lak. Ekkert var sjáanlegt nema smá dökknun í samskeytum parkets. Vatnið draup í langan tíma í sökkul, undir parketið, án þess að nokkur vissi. Þegar gólfefni var flett af kom í ljós svartur þykkur massi, líkur olíu. Þá fyrst mátti finna lyktina af myglunni. Litbrigði myglu eru mörg, hún getur jafnvel verið hvít, glær. Næringu fékk myglan úr timbri, málningu, ryki, undirlagi og lími.Hvernig getur eitt vatnstjón dagsljósi í dimmu breytt? Þegar hér var komið voru allir í fjölskyldunni búnir að eiga við mismunandi þrálát einkenni og veikindi. Þegar svarta leðjan á gólfinu var þurrkuð með hitablásurum keyrði um þverbak. Við höfðumst ekki við í húsinu. Hræðileg vanlíðan, uppköst, blóðnasir og verkir til þess að nefna eitthvað. Um miðja nótt flýðum við okkar eigið heimili. Gró , svepphlutar, örverur, eiturefni og önnur afleiðuefni sem geta myndast við síkar aðstæður fóru á flug við aðgerðir viðgerðarmanna og dreifðust um allt húsið. Mygla er lífvera og við áreiti getur hún farið í varnarstöðu og aukið framleiðslu gróa og eiturefna. Ekki var rétt brugðist við.Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Þurftum að farga öllu. Brúðkaupsmyndir, púðinn frá afa Gulla og matarstellið frá ömmu Fanney. En við lærðum þó að veraldlegir hlutir skipta ekki máli. Við söknum ekki þessara hluta en það er annað með heilsuna. Eftir róttækar aðgerðir batnaði heilsa fjölskyldunnar, en þó erum við flest með varanlegar afleiðingar. Viðhöfum þurft að breyta lífsvenjum og sem dæmi þolum við ekki minnsta áreiti raka og myglu eftir þetta, efni í byggingariðnaði, snyrtivörur, vinir okkar geta ekki notað rakspíra eða ilmvatn. Þessi listi lengist á hverju ári. Frá þessum tíma hefur sem betur fer margt breyst og kunnátta fagmanna, verkfærni og vilji til að koma í veg fyrir slík tjón hefur aukist, en þó er langt í land með að allir geri sér grein fyrir þessari áhættu.Heilsufarsáhrif raka og myglu Þegar húsin okkar eru byggð þá safnast saman gró myglu og aðrar agnir innan í byggingarhluta, veggi og undir gólfefni. Þar bíða þau þangað til að rakinn mætir á svæðið. Vatn getur lekið eða þést innan í veggjum, í þaki, undir gólfefnum, skápum og innréttingum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni þá er raki og mygla í húsum áhættuþáttur fyrir heilsu, það er ekki álitamál. Hversu mikil áhrif, hvaða afleiðuefni eða örverur spila lykilhlutverk og hvernig á að meðhöndla, er álitamál. Helsta ráðið í dag er að forðast aðstæður og hluti þar sem einkenni koma fram. Ef ég hefði vitað að -þegar parket dökknar er það vísbending um raka -æskilegt er að hafa innréttingar á fótum, opið inn í sökkul -ekki á að þurrka upp eftir vatnstjón fyrr en mygla hefur verið fjarlægð -raki getur verið nægilegur fyrir vöxt myglu þó að málning sé ekki bólgin -lykt fylgir ekki alltaf myglu sem getur verið marglit -mygla og fúi er ekki það sama -nauðsynlegt er að fá fagmenn til allra starfa er viðkemur lögnum og votrýmum -engin efnanotkun ein og sér dugar gegn myglu og rakaafleiðingum -fjarlægja þarf myglu til að ná árangri -raki og mygla í byggingum er áhættuþáttur heilsu ..þá væri ég ekki að skrifa hér í dag 10 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Án þess að gera lítið úr brunatjóni þá gera sér fáir grein fyrir því hvað það er að ganga í gegnum afleiðingar alvarlegs vatnstjóns og þar af leiðandi er skilningur og stoðkerfi samfélagsins takmarkaður.Margt getur gerst Við komumst að því að uppþvottavélin lak. Ekkert var sjáanlegt nema smá dökknun í samskeytum parkets. Vatnið draup í langan tíma í sökkul, undir parketið, án þess að nokkur vissi. Þegar gólfefni var flett af kom í ljós svartur þykkur massi, líkur olíu. Þá fyrst mátti finna lyktina af myglunni. Litbrigði myglu eru mörg, hún getur jafnvel verið hvít, glær. Næringu fékk myglan úr timbri, málningu, ryki, undirlagi og lími.Hvernig getur eitt vatnstjón dagsljósi í dimmu breytt? Þegar hér var komið voru allir í fjölskyldunni búnir að eiga við mismunandi þrálát einkenni og veikindi. Þegar svarta leðjan á gólfinu var þurrkuð með hitablásurum keyrði um þverbak. Við höfðumst ekki við í húsinu. Hræðileg vanlíðan, uppköst, blóðnasir og verkir til þess að nefna eitthvað. Um miðja nótt flýðum við okkar eigið heimili. Gró , svepphlutar, örverur, eiturefni og önnur afleiðuefni sem geta myndast við síkar aðstæður fóru á flug við aðgerðir viðgerðarmanna og dreifðust um allt húsið. Mygla er lífvera og við áreiti getur hún farið í varnarstöðu og aukið framleiðslu gróa og eiturefna. Ekki var rétt brugðist við.Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Þurftum að farga öllu. Brúðkaupsmyndir, púðinn frá afa Gulla og matarstellið frá ömmu Fanney. En við lærðum þó að veraldlegir hlutir skipta ekki máli. Við söknum ekki þessara hluta en það er annað með heilsuna. Eftir róttækar aðgerðir batnaði heilsa fjölskyldunnar, en þó erum við flest með varanlegar afleiðingar. Viðhöfum þurft að breyta lífsvenjum og sem dæmi þolum við ekki minnsta áreiti raka og myglu eftir þetta, efni í byggingariðnaði, snyrtivörur, vinir okkar geta ekki notað rakspíra eða ilmvatn. Þessi listi lengist á hverju ári. Frá þessum tíma hefur sem betur fer margt breyst og kunnátta fagmanna, verkfærni og vilji til að koma í veg fyrir slík tjón hefur aukist, en þó er langt í land með að allir geri sér grein fyrir þessari áhættu.Heilsufarsáhrif raka og myglu Þegar húsin okkar eru byggð þá safnast saman gró myglu og aðrar agnir innan í byggingarhluta, veggi og undir gólfefni. Þar bíða þau þangað til að rakinn mætir á svæðið. Vatn getur lekið eða þést innan í veggjum, í þaki, undir gólfefnum, skápum og innréttingum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni þá er raki og mygla í húsum áhættuþáttur fyrir heilsu, það er ekki álitamál. Hversu mikil áhrif, hvaða afleiðuefni eða örverur spila lykilhlutverk og hvernig á að meðhöndla, er álitamál. Helsta ráðið í dag er að forðast aðstæður og hluti þar sem einkenni koma fram. Ef ég hefði vitað að -þegar parket dökknar er það vísbending um raka -æskilegt er að hafa innréttingar á fótum, opið inn í sökkul -ekki á að þurrka upp eftir vatnstjón fyrr en mygla hefur verið fjarlægð -raki getur verið nægilegur fyrir vöxt myglu þó að málning sé ekki bólgin -lykt fylgir ekki alltaf myglu sem getur verið marglit -mygla og fúi er ekki það sama -nauðsynlegt er að fá fagmenn til allra starfa er viðkemur lögnum og votrýmum -engin efnanotkun ein og sér dugar gegn myglu og rakaafleiðingum -fjarlægja þarf myglu til að ná árangri -raki og mygla í byggingum er áhættuþáttur heilsu ..þá væri ég ekki að skrifa hér í dag 10 árum síðar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun