Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2014 12:42 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ESA. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að 10 ára. Ríkisaðstoðin verður veitt í tengslum við byggingu verksmiðju með um 33.000 tonna afkastagetu. Verksmiðjan verður reist á árunum 2014-2016 og fullbúin mun hún veita 120 manns atvinnu. ‚‚Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á svæði þar sem efnahagslíf hefur verið hnignandi og vegur að hluta upp á móti aukakostnaði sem fylgir þessari staðsetningu. Vonandi mun fjárfestingin snúa þróuninni við og fleiri verkefni að Bakka fylgja í kjölfarið“, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. Hafa íslensk yfirvöld skuldbundið sig til þess að gera ESA árlega sérstaka grein fyrir veittri ríkisaðstoð til PCC. Þegar ríkisaðstoðin hefur náð leyfilegu hámarki, verður henni hætt, en þó aldrei síðar en 27. september 2027. Alþingi veitti heimild sína til ríkisaðstoðarinnar með fyrirvara um samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um ríkisaðstoðina í júlí 2013 og höfðu í febrúar 2014 veitt ESA þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að taka ákvörðun. Verksmiðjan er orkufrek og hyggst PCC kaupa raforku af Landsvirkjun. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið tilkynntir til ESA en íslensk yfirvöld hafa gefið til kynna að það muni þau gera. Orkusölusamningar hafa því enn ekki hlotið samþykki ESA. Í febrúar síðastliðnum samþykkti ESA ríkisaðstoð til Hafnarsjóðs Norðurþings vegna byggingar iðnaðarhafnar í Húsavík. PCC verður meðal notenda hafnarinnar. Tengdar fréttir Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ESA. Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing munu veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks til lóðarframkvæmda, afslátta á tekjuskatti, fasteignaskatti og hafnargjöldum og niðurfellingu ýmissa skatta og gjalda til allt að 10 ára. Ríkisaðstoðin verður veitt í tengslum við byggingu verksmiðju með um 33.000 tonna afkastagetu. Verksmiðjan verður reist á árunum 2014-2016 og fullbúin mun hún veita 120 manns atvinnu. ‚‚Ríkisaðstoðin stuðlar að atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífi á svæði þar sem efnahagslíf hefur verið hnignandi og vegur að hluta upp á móti aukakostnaði sem fylgir þessari staðsetningu. Vonandi mun fjárfestingin snúa þróuninni við og fleiri verkefni að Bakka fylgja í kjölfarið“, segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA. Hafa íslensk yfirvöld skuldbundið sig til þess að gera ESA árlega sérstaka grein fyrir veittri ríkisaðstoð til PCC. Þegar ríkisaðstoðin hefur náð leyfilegu hámarki, verður henni hætt, en þó aldrei síðar en 27. september 2027. Alþingi veitti heimild sína til ríkisaðstoðarinnar með fyrirvara um samþykki ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um ríkisaðstoðina í júlí 2013 og höfðu í febrúar 2014 veitt ESA þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að taka ákvörðun. Verksmiðjan er orkufrek og hyggst PCC kaupa raforku af Landsvirkjun. Samningar þar að lútandi hafa ekki verið tilkynntir til ESA en íslensk yfirvöld hafa gefið til kynna að það muni þau gera. Orkusölusamningar hafa því enn ekki hlotið samþykki ESA. Í febrúar síðastliðnum samþykkti ESA ríkisaðstoð til Hafnarsjóðs Norðurþings vegna byggingar iðnaðarhafnar í Húsavík. PCC verður meðal notenda hafnarinnar.
Tengdar fréttir Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45