Frægasti kylfusveinn heims að hætta Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 13:15 Steve Williams hefur borið kylfurnar fyrir Greg Norman, Tiger Woods og Adam Scott. Vísir/Getty Ástralski kylfingurinn Adam Scott er að missa allt sem hefur breytt honum úr góðum kylfingi í frábæran kylfing og gert honum kleift að vinna risamót. Magapútterar, sem hann hefur notast við, verða bannaðir frá og með árinu 2016 og nú ætlar kylfusveinninn hans aðeins að sinna pokanum í hlutastarfi eftir þetta ár. Kylfusveinnin sem um ræðir er auðvitað SteveWilliams, fyrrverandi kylfusveinn Tigers Woods, sem hefur haft góð áhrif á Ástralann eftir að Tiger rak hann af pokanum hjá sér fyrir þremur árum. „Adam veit hvað ég ætla mér. Hann veit að 2014 verður síðasta árið sem ég sinni þessu í fullu starfi. Ef ég held áfram 2015 verður það eitthvað takmarkað,“ sagði Williams í golfþætti á Fox á þriðjudaginn. „Við einbeitum okkur bara að því að eiga gott ár núna og svo ræðum við framtíðina í lok tímabilsins,“ sagði Williams sem hefur fengið nóg eftir rúma þrjá áratugi á PGA-mótaröðinni. „Ég held þetta sé 36. árið sem ég er kylfusveinn. Ég er orðinn fimmtugur og núna er rétti tíminn. Ég hef fengið nóg af starfinu en hef vissulega skemmt mér vel,“ sagði Steve Williams. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott er að missa allt sem hefur breytt honum úr góðum kylfingi í frábæran kylfing og gert honum kleift að vinna risamót. Magapútterar, sem hann hefur notast við, verða bannaðir frá og með árinu 2016 og nú ætlar kylfusveinninn hans aðeins að sinna pokanum í hlutastarfi eftir þetta ár. Kylfusveinnin sem um ræðir er auðvitað SteveWilliams, fyrrverandi kylfusveinn Tigers Woods, sem hefur haft góð áhrif á Ástralann eftir að Tiger rak hann af pokanum hjá sér fyrir þremur árum. „Adam veit hvað ég ætla mér. Hann veit að 2014 verður síðasta árið sem ég sinni þessu í fullu starfi. Ef ég held áfram 2015 verður það eitthvað takmarkað,“ sagði Williams í golfþætti á Fox á þriðjudaginn. „Við einbeitum okkur bara að því að eiga gott ár núna og svo ræðum við framtíðina í lok tímabilsins,“ sagði Williams sem hefur fengið nóg eftir rúma þrjá áratugi á PGA-mótaröðinni. „Ég held þetta sé 36. árið sem ég er kylfusveinn. Ég er orðinn fimmtugur og núna er rétti tíminn. Ég hef fengið nóg af starfinu en hef vissulega skemmt mér vel,“ sagði Steve Williams.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira