Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. mars 2014 07:28 Rosberg, Hamilton og Ricciardo, efstu 3 í tímatökunni. Vísir/Getty Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom á óvart og náði öðru sæti. Þrátt fyrir ítrekuð vandræði liðsins hingað til á æfingum. Rigningin lá í loftinu yfir brautinni strax í upphafi tímatökunnar. Það leiddi til þess að flestir fóru út í upphafi á mjúkum dekkjum. Þau skila í kringum 2 sekúndum betri tíma á hverjum hring. Mercedes ökumennirnir LewisHamilton og Nico Rosberg fóru þó út á harðari gerðinni sem notuð er í Ástralíu.Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia komust ekki í aðra lotu tímatökunnar. Sömu sögu er að segja af Esteban Gutierrez á Sauber og Marcus Ericsson á Caterham. Lotus átti afleiddan dag í dag. Báðir ökumenn liðsins féllu út í fyrstu lotu. Romain Grosjean náði að setja tíma en hann var ekki nærri nógu góður til að komast í næstu lotu. Liðsfélagi hans, Pastor Maldonado var eini ökumaðurinn sem ekki setti tíma í dag.Raikkonen reynir að koma bíl sínum aftur inn á brautina.Vísir/GettyLiðin fóru út á regn dekkjum eða milliregn dekkjum í annari lotu. Jenson Button á McLaren, Kimi Raikkonen á Ferrari og heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull komust ekki í þriðju lotuna. Einnig sátu eftir Adrian Sutil á Sauber, Kamui Kobayashi á Caterham og Sergio Perez á Force India. Rigningin hófst aftur fyrir þriðju lotu og því fóru níu ökumenn af tíu út á regndekkjum, Fernando Alonso var sá eini sem lagði í brautina á milliregndekkjum. Allir skiptu svo um dekkjagerð, nema Lewis Hamilton. Bottas og Gutierrez hljóta 5 sæti víti eftir að hafa þurft að skipta um gírkassa. Bottas verður því 15. í rásröðinni en Gutierrez fer aftast.Hamilton í tímatökum í Ástralíu í morgun.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar lá fyrir eftir þriðju lotuna: 1. Lewis Hamilton - Mercedes 2. Daniel Ricciardo - Red Bull 3. Nico Rosberg - Mercedes 4. Kevin Magnussen - McLaren 5. Fernando Alonso - Ferrari 6. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 7. Nico Hulkenberg - Force India 8. Daniil Kvyat - Toro Rosso 9. Felipe Massa - Williams 10. Valtteri Bottas - Williams 11. Jenson Button - McLaren 12. Kimi Raikkonen - Ferrari 13. Sebastian Vettel - Red Bull 14. Adrian Sutil - Sauber 15. Kamui Kobayashi - Caterham 16. Sergio Perez - Force India 17. Max Chilton - Marussia 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Esteban Gutierrez - Sauber 20. Marcus Ericsson - Caterham 21. Romain Grosjean - Lotus 22. Pastor Maldonado - Lotus, án þess að setja tíma. Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl 5:30 í fyrramálið. Það verður vel þess virði að vakna til að sjá hana. Formúla Tengdar fréttir Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom á óvart og náði öðru sæti. Þrátt fyrir ítrekuð vandræði liðsins hingað til á æfingum. Rigningin lá í loftinu yfir brautinni strax í upphafi tímatökunnar. Það leiddi til þess að flestir fóru út í upphafi á mjúkum dekkjum. Þau skila í kringum 2 sekúndum betri tíma á hverjum hring. Mercedes ökumennirnir LewisHamilton og Nico Rosberg fóru þó út á harðari gerðinni sem notuð er í Ástralíu.Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia komust ekki í aðra lotu tímatökunnar. Sömu sögu er að segja af Esteban Gutierrez á Sauber og Marcus Ericsson á Caterham. Lotus átti afleiddan dag í dag. Báðir ökumenn liðsins féllu út í fyrstu lotu. Romain Grosjean náði að setja tíma en hann var ekki nærri nógu góður til að komast í næstu lotu. Liðsfélagi hans, Pastor Maldonado var eini ökumaðurinn sem ekki setti tíma í dag.Raikkonen reynir að koma bíl sínum aftur inn á brautina.Vísir/GettyLiðin fóru út á regn dekkjum eða milliregn dekkjum í annari lotu. Jenson Button á McLaren, Kimi Raikkonen á Ferrari og heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull komust ekki í þriðju lotuna. Einnig sátu eftir Adrian Sutil á Sauber, Kamui Kobayashi á Caterham og Sergio Perez á Force India. Rigningin hófst aftur fyrir þriðju lotu og því fóru níu ökumenn af tíu út á regndekkjum, Fernando Alonso var sá eini sem lagði í brautina á milliregndekkjum. Allir skiptu svo um dekkjagerð, nema Lewis Hamilton. Bottas og Gutierrez hljóta 5 sæti víti eftir að hafa þurft að skipta um gírkassa. Bottas verður því 15. í rásröðinni en Gutierrez fer aftast.Hamilton í tímatökum í Ástralíu í morgun.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar lá fyrir eftir þriðju lotuna: 1. Lewis Hamilton - Mercedes 2. Daniel Ricciardo - Red Bull 3. Nico Rosberg - Mercedes 4. Kevin Magnussen - McLaren 5. Fernando Alonso - Ferrari 6. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 7. Nico Hulkenberg - Force India 8. Daniil Kvyat - Toro Rosso 9. Felipe Massa - Williams 10. Valtteri Bottas - Williams 11. Jenson Button - McLaren 12. Kimi Raikkonen - Ferrari 13. Sebastian Vettel - Red Bull 14. Adrian Sutil - Sauber 15. Kamui Kobayashi - Caterham 16. Sergio Perez - Force India 17. Max Chilton - Marussia 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Esteban Gutierrez - Sauber 20. Marcus Ericsson - Caterham 21. Romain Grosjean - Lotus 22. Pastor Maldonado - Lotus, án þess að setja tíma. Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl 5:30 í fyrramálið. Það verður vel þess virði að vakna til að sjá hana.
Formúla Tengdar fréttir Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30 Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Formúlan hefst á morgun | Svona er staðan á liðunum Æfingar fyrir ástralska kappaksturinn hefjast á morgun, því er tímabært að líta yfir stöðuna í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. 13. mars 2014 18:30
Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45