Bankarnir hagnast óeðlilega á Seðlabankanum Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2014 19:58 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir ekki eðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist óhóflega á áhættulausum innistæðum sínum í Seðlabankanum sem greiði þeim allt of háa vexti. Nær væri að auka bindiskyldu bankanna vilji Seðlabankinn draga úr peningamagni í umferð. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar gagnrýnir peningamálastefnu Seðlabankans fyrir að gefa viðskiptabönkunum allt of góð kjör sem þeir hafi ekkert fyrir að afla."Seðlabankinn er að ávaxta 206 milljarða fyrir bankana á mjög háum vöxtum, nánar tiltekið 5 til 5,7 prósenta vöxtum. Þetta kostar með sama áframhaldi tíu til ellefu milljarða á ári og þetta er allt of hátt, allt of mikið,“ segir Frosti. Bankinn gæti dregið úr þesum vaxtakostnaði sínum sem á endanum sé greiddur af skattgreiðendum. Ef Seðlabankinn vilji binda um 200 milljarða af fé viðskiptabankanna til að draga úr peningamagni í umferð geti hann hækkað bindiskylduna. "Og borgað lægri vexti á bindiskyldureikninga, t.d. vexti sem héldu í við verðbólgu. Það er alger óþarfi að borga bönkunum svona há vexti á svo stóra upphæð,“ segir Frosti. Núverandi fyrirkomulag dragi úr arðgreiðslugetu Seðlabankans. Þegar ríkissjóður standi eins illa og raun ber vitni verði Seðlabankinn að sýna aðhald og velja stýritæki sem séu hagstæðust á hverjum tíma. Bindiskyldan sé nú tvö prósent og óhætt ætti að vera að hækka hana í skrefum um nokkur prósent.En hefði það ekki neikvæð áhrif á stöðu bankanna sjálfra? "Þeir myndu kannski ekki hagnast jafn mikið. En ég held að bankarnir eigi ekki að hagnast á öruggri ávöxtun sinni hjá Seðlabankanum. Það er hvergi svoleiðis í heiminum nema hér,“ segir Frosti Sigurjónsson. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir ekki eðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist óhóflega á áhættulausum innistæðum sínum í Seðlabankanum sem greiði þeim allt of háa vexti. Nær væri að auka bindiskyldu bankanna vilji Seðlabankinn draga úr peningamagni í umferð. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar gagnrýnir peningamálastefnu Seðlabankans fyrir að gefa viðskiptabönkunum allt of góð kjör sem þeir hafi ekkert fyrir að afla."Seðlabankinn er að ávaxta 206 milljarða fyrir bankana á mjög háum vöxtum, nánar tiltekið 5 til 5,7 prósenta vöxtum. Þetta kostar með sama áframhaldi tíu til ellefu milljarða á ári og þetta er allt of hátt, allt of mikið,“ segir Frosti. Bankinn gæti dregið úr þesum vaxtakostnaði sínum sem á endanum sé greiddur af skattgreiðendum. Ef Seðlabankinn vilji binda um 200 milljarða af fé viðskiptabankanna til að draga úr peningamagni í umferð geti hann hækkað bindiskylduna. "Og borgað lægri vexti á bindiskyldureikninga, t.d. vexti sem héldu í við verðbólgu. Það er alger óþarfi að borga bönkunum svona há vexti á svo stóra upphæð,“ segir Frosti. Núverandi fyrirkomulag dragi úr arðgreiðslugetu Seðlabankans. Þegar ríkissjóður standi eins illa og raun ber vitni verði Seðlabankinn að sýna aðhald og velja stýritæki sem séu hagstæðust á hverjum tíma. Bindiskyldan sé nú tvö prósent og óhætt ætti að vera að hækka hana í skrefum um nokkur prósent.En hefði það ekki neikvæð áhrif á stöðu bankanna sjálfra? "Þeir myndu kannski ekki hagnast jafn mikið. En ég held að bankarnir eigi ekki að hagnast á öruggri ávöxtun sinni hjá Seðlabankanum. Það er hvergi svoleiðis í heiminum nema hér,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira