Ecclestone heimtar meiri hávaða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. mars 2014 18:30 Luca di Montezemolo og Bernie Ecclestone stinga saman nefjum. Vísir/Getty Bernie Ecclestone segir nýju vélarhljóði stríð á hendur. Ecclestone hefur frá upphafi verið mótfallinn því að skipta yfir í V6 vélar. Hann segir að bílarnir verði að fara að hljóma aftur eins og kappakstursbílar.Ron Walker, stjórnarmaður í félaginu sem heldur ástralska kappakstursins hefur kvartað yfir málinu við Ecclestone. Þeir hafa hótað málssókn. Walker er ekki eini mótshaldarinn sem hefur haft samband við Ecclestone til að lýsa yfir óánægju sinni. „Ég talaði við Luca di Montezemolo [framkvæmdastjóra Ferrari] rétt í þessu og Luca segir að hann hafi aldrei fengið eins marga tölvupósta til sín með kvörtunum sem segja að þetta sé ekki F1“ segir Bernie Eccelstone. Ecclestone efast um að skipuleggjendur ástralska kappakstursins hafi mál í höndunum. En bendir á að það sé siðferðilega rangt gagnvart væntingum áhorfenda hversu hljóðlátar vélarnar eru. Það gæti þurft nokkur mót til að leysa úr hávaðaskortinum samkvæmt Bernie Ecclestone. Hann bendir á að það geti orðið dýrt fyrir liðin að leysa ekki úr vandanum. Liðin fá hluta af því sem keppnishaldarar borga til að fá að halda keppnir. Ron Walker hefur bent á að þeir muni borga minna á næsta ári ef ekki verði búið að leysa vandann. Þá munu liðinn fá minna fyrir þáttökuna. Formúla Tengdar fréttir Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone segir nýju vélarhljóði stríð á hendur. Ecclestone hefur frá upphafi verið mótfallinn því að skipta yfir í V6 vélar. Hann segir að bílarnir verði að fara að hljóma aftur eins og kappakstursbílar.Ron Walker, stjórnarmaður í félaginu sem heldur ástralska kappakstursins hefur kvartað yfir málinu við Ecclestone. Þeir hafa hótað málssókn. Walker er ekki eini mótshaldarinn sem hefur haft samband við Ecclestone til að lýsa yfir óánægju sinni. „Ég talaði við Luca di Montezemolo [framkvæmdastjóra Ferrari] rétt í þessu og Luca segir að hann hafi aldrei fengið eins marga tölvupósta til sín með kvörtunum sem segja að þetta sé ekki F1“ segir Bernie Eccelstone. Ecclestone efast um að skipuleggjendur ástralska kappakstursins hafi mál í höndunum. En bendir á að það sé siðferðilega rangt gagnvart væntingum áhorfenda hversu hljóðlátar vélarnar eru. Það gæti þurft nokkur mót til að leysa úr hávaðaskortinum samkvæmt Bernie Ecclestone. Hann bendir á að það geti orðið dýrt fyrir liðin að leysa ekki úr vandanum. Liðin fá hluta af því sem keppnishaldarar borga til að fá að halda keppnir. Ron Walker hefur bent á að þeir muni borga minna á næsta ári ef ekki verði búið að leysa vandann. Þá munu liðinn fá minna fyrir þáttökuna.
Formúla Tengdar fréttir Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. 29. janúar 2014 13:45