Innlent

Hálka og éljagangur víða um land

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Á Suðvesturlandi er éljagangur og hálkublettir á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum annars er hálka eða snjóþekja mjög víða.
Á Suðvesturlandi er éljagangur og hálkublettir á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum annars er hálka eða snjóþekja mjög víða. vísir/anton
Reiknað er með þéttum éljagangi og lélegu skyggni í hryðjum suðvestan- og sunnanlands austur í Öræfi til morguns. Einnig verða él um norðvestanvert landið í kvöld og nótt allt norður í Skagafjörð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Færð og aðstæður

Hálka og éljagangur er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði eins er hálka eða snjóþekja víðast  á Suðurlandi.

Á Suðvesturlandi er éljagangur og hálkublettir á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum annars er hálka eða snjóþekja mjög víða. Hálka eða snjóþekja er á Vesturlandi og éljagangur. Hálka eða hálkublettir eru á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum en Ísafjarðardjúp er að miklu leyti autt.

Hálka eða hálkublettir eru á köflum á Norður- og Norðausturlandi einkum á heiðum. Hólasandur er ófær. Þæfingur og skafrenningur er á Mývatnsöræfum en þungfært og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru á Austurlandi. Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×