Viðskipti innlent

Steinþór Helgi til CCP

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steinþór Helgi Arnsteinsson.
Steinþór Helgi Arnsteinsson. Mynd/Facebook
Athafnamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson hefur tekið við starfi hjá tölvufyrirtækinu CCP.

Steinþór Helgi, sem starfað hefur sem tónleikahaldari, umboðsmaður hljómsveita og spyrill í Gettu betur, hóf störf á mánudaginn.

Á Fésbókarsíðu sinni tilkynnir hann að starfstilboðið hafi borist sér á föstudeginum á undan.

„Það tók mig c.a. mínútu að ákveða mig og segja já.“

Starfstitill Steinþórs Helga er „Event Lead“ sem mætti snara yfir á íslensku sem viðburðastjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×