Viðskipti innlent

Konur í sjávarútvegi boða til kynningarfundar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðfinna S. Bjarnadóttir verður meðal ræðumanna í dag.
Guðfinna S. Bjarnadóttir verður meðal ræðumanna í dag. Fréttablaðið/Anton
Félagið Konur í sjávarútvegi hafa boðað til kynningarfundar í dag klukkan 17:00 í húsnæði Íslandsbanka við Kirkjusand.

Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem utan.

Á fundinum verður farið yfir tilgang félagsins, starfsemina á árinu og stjórn félagsins kynnt fyrir fundarmönnum.

Meðal ræðumanna eru: Guðrún Berta Daníelsdóttir Marel, talsmaður Kvenna í sjávarútvegi, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC ráðgjafar.

Hugmyndin að félaginu Konur í sjávarútvegi varð til á sjávarútvegssýningu í Brussel í apríl á síðasta ári.

Hildur Kristborgardóttir, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Goggs er forsprakki félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×