Audi S1 myndir leka Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2014 13:15 Audi S1 er smár en snarpur. Audi ætlar að svifta hulunni af mjög öflugri útgáfu síns minnsta bíls, Audi A1 á næstu dögum og ber sá bíll nafnið Audi S1. Í leiðinni verður kynnt andlitslyfting á hefðbundna A1 bílnum. Verða þessir tveir bílar svo kynntir almenningi á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Audi S1 verður með 230 hestafla 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu. Hann verður fjórhjóladrifinn og með val um 6 gíra beinskiptingu eða tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Þessi bíll er um margt líkur Volkswagen Golf GTI, með sömu vél, en er bara talsvert minni bíll. Audi hefur því ekki þurft að kosta miklu til við þróun þessa bíls og er það vitnis um hversu mikið Volkswagen stórfjölskyldan nýtir sama búnað milli bílgerða sinna og bílamerkja. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Audi ætlar að svifta hulunni af mjög öflugri útgáfu síns minnsta bíls, Audi A1 á næstu dögum og ber sá bíll nafnið Audi S1. Í leiðinni verður kynnt andlitslyfting á hefðbundna A1 bílnum. Verða þessir tveir bílar svo kynntir almenningi á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Audi S1 verður með 230 hestafla 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu. Hann verður fjórhjóladrifinn og með val um 6 gíra beinskiptingu eða tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Þessi bíll er um margt líkur Volkswagen Golf GTI, með sömu vél, en er bara talsvert minni bíll. Audi hefur því ekki þurft að kosta miklu til við þróun þessa bíls og er það vitnis um hversu mikið Volkswagen stórfjölskyldan nýtir sama búnað milli bílgerða sinna og bílamerkja.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent