Hairston fékk tvo leiki í bann fyrir olnbogaskotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:54 Hairston ásamt Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar. Vísir/Daníel Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21
Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05
Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24