Hairston fékk tvo leiki í bann fyrir olnbogaskotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:54 Hairston ásamt Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar. Vísir/Daníel Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21
Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05
Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24