Segir WOW Air geta sjálfum sér um kennt Jóhannes Stefánsson skrifar 8. febrúar 2014 13:48 Samræmingastjóri Keflavíkurflugvallar segir að WOW Air hefði getað komið í veg fyrir stöðu sína með meiri sveigjanleika Vísir/Valgarður/Anton Frank Holton, samræmingarstjóri Keflavíkurflugvallar, Kastrupflugvallar og Vágar flugvallar í Færeyjum, segir aðstæður Wow Air vera fyrirsjáanlegar. Hann segir WOW Air aldrei hafa leitað til samræmingarstjóra eins og þeim var í lófa lagið að gera, en hann hefur alfarið séð um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 2005. Holton furðar sig á því að íslensk samkeppnisyfirvöld séu komin í málið, enda séu íslendingar búnir að framselja vald til úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til samræmingarstjóra í samræmi við evrópureglur, sem búið sé að innleiða með reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla nr. 1050/2008. „Af einhverjum ástæðum kaus WOW Air að einskorða umsókn sína um afgreiðslutíma við nákvæmlega þá tíma sem Icelandair var með fyrir. Ef þeim hefðu verið veittir þeir tímar hefði það valdið Icelandair vandræðum með að halda áætlunum á öðrum flugvöllum, sem er varla forsvaranlegt," segir Holton í samtali við fréttavefinn newstodate.aero.Samkeppnisyfirvöld eiga ekki að blanda sér í málið „Þeim voru í staðin boðnir allir þeir tímar sem þeir þurftu um klukkutíma utan háannatíma Icelandair, sem þeir höfnuðu. Í staðin ákváðu þeir að leita á náðir samkeppnisyfirvalda sem úrskurðuðu að Isavia væri skylt að afhenda WOW fjögur pláss," segir Holton. Vegna áfrýjunar úrskurðar samkeppniseftirlitsins af hálfu Isavia og Icelandair hafi WOW Air tilkynnt að þeir myndu ekki hefja flug til Norður-Ameríku, enda frestaði áfrýjunin réttaráhrifum upprunalega úrskurðarins. „Ef WOW hefði bara sýnt smá sveigjanleika hefði málið aldrei orðið að ágreiningi. Það er líka vert að benda á það að það hefði aldrei átt að blanda íslenskum samkeppnisyfirvölum í málið, enda hafa þau ekki lögsögu við úthlutun afgreiðslutíma á flugvellinum þar sem það vald hefur verið framselt til Evrópu," segir Holton. Í samtali við fréttastofu 365 segir Holton: „Það hefði kannski verið skynsamlegt ef fólkið í Samkeppniseftirlitinu hefði haft samband við okkur sem sjáum um að úthluta þessum tímum áður en þau komust að þessari niðurstöðu. Það er alveg ómögulegt að reyna að þvinga staðbundna úrskurði á alþjóðlegt kerfi. Ef það væri gert væri ekki hægt að hafa þetta samræmda kerfi," segir Holton.Segir Isavia ekki hafa neitt um úthlutun að segja Holton segir að samkvæmt evrópulöggjöf fari samræmingarstjóri einn með úthlutun og Isavia sjái bara um að fara eftir því sem frá honum kemur. Í íslensku reglugerðinni segir í 4. gr.: „Samræmingarstjóri skal einn bera ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma." Holton segir að samkvæmt reglunum öðlist flugfélög afgreiðslutíma byggða á hefðarrétti. Þá segir hann að jafnræði sé á milli aðila og að sömu reglur gildi hvort sem er á Heathrow, Kastrup, Schönefeld eða Keflavíkurflugvelli, enda væri annars ómögulegt að samræma brottfarar- og komutíma og að ringulreið myndi ríkja ef málum væri ekki háttað á þennan veg. „Þetta er bara svona því við erum bara með ákveðið mörg hlið í Keflavík og við þurfum að fara eftir reglunum," segir Frank Holton að lokum. Tengdar fréttir Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00 WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59 Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Frank Holton, samræmingarstjóri Keflavíkurflugvallar, Kastrupflugvallar og Vágar flugvallar í Færeyjum, segir aðstæður Wow Air vera fyrirsjáanlegar. Hann segir WOW Air aldrei hafa leitað til samræmingarstjóra eins og þeim var í lófa lagið að gera, en hann hefur alfarið séð um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 2005. Holton furðar sig á því að íslensk samkeppnisyfirvöld séu komin í málið, enda séu íslendingar búnir að framselja vald til úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til samræmingarstjóra í samræmi við evrópureglur, sem búið sé að innleiða með reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla nr. 1050/2008. „Af einhverjum ástæðum kaus WOW Air að einskorða umsókn sína um afgreiðslutíma við nákvæmlega þá tíma sem Icelandair var með fyrir. Ef þeim hefðu verið veittir þeir tímar hefði það valdið Icelandair vandræðum með að halda áætlunum á öðrum flugvöllum, sem er varla forsvaranlegt," segir Holton í samtali við fréttavefinn newstodate.aero.Samkeppnisyfirvöld eiga ekki að blanda sér í málið „Þeim voru í staðin boðnir allir þeir tímar sem þeir þurftu um klukkutíma utan háannatíma Icelandair, sem þeir höfnuðu. Í staðin ákváðu þeir að leita á náðir samkeppnisyfirvalda sem úrskurðuðu að Isavia væri skylt að afhenda WOW fjögur pláss," segir Holton. Vegna áfrýjunar úrskurðar samkeppniseftirlitsins af hálfu Isavia og Icelandair hafi WOW Air tilkynnt að þeir myndu ekki hefja flug til Norður-Ameríku, enda frestaði áfrýjunin réttaráhrifum upprunalega úrskurðarins. „Ef WOW hefði bara sýnt smá sveigjanleika hefði málið aldrei orðið að ágreiningi. Það er líka vert að benda á það að það hefði aldrei átt að blanda íslenskum samkeppnisyfirvölum í málið, enda hafa þau ekki lögsögu við úthlutun afgreiðslutíma á flugvellinum þar sem það vald hefur verið framselt til Evrópu," segir Holton. Í samtali við fréttastofu 365 segir Holton: „Það hefði kannski verið skynsamlegt ef fólkið í Samkeppniseftirlitinu hefði haft samband við okkur sem sjáum um að úthluta þessum tímum áður en þau komust að þessari niðurstöðu. Það er alveg ómögulegt að reyna að þvinga staðbundna úrskurði á alþjóðlegt kerfi. Ef það væri gert væri ekki hægt að hafa þetta samræmda kerfi," segir Holton.Segir Isavia ekki hafa neitt um úthlutun að segja Holton segir að samkvæmt evrópulöggjöf fari samræmingarstjóri einn með úthlutun og Isavia sjái bara um að fara eftir því sem frá honum kemur. Í íslensku reglugerðinni segir í 4. gr.: „Samræmingarstjóri skal einn bera ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma." Holton segir að samkvæmt reglunum öðlist flugfélög afgreiðslutíma byggða á hefðarrétti. Þá segir hann að jafnræði sé á milli aðila og að sömu reglur gildi hvort sem er á Heathrow, Kastrup, Schönefeld eða Keflavíkurflugvelli, enda væri annars ómögulegt að samræma brottfarar- og komutíma og að ringulreið myndi ríkja ef málum væri ekki háttað á þennan veg. „Þetta er bara svona því við erum bara með ákveðið mörg hlið í Keflavík og við þurfum að fara eftir reglunum," segir Frank Holton að lokum.
Tengdar fréttir Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00 WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59 Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49 Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Wow air ekki til Norður-Ameríku Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms. 5. febrúar 2014 08:00
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air. 5. febrúar 2014 13:59
Samkeppniseftirlitið sendir Skarphéðni tóninn Samkeppniseftirlitið segir Skarphéðin Berg Steinarsson tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röngum forsendum. 3. febrúar 2014 14:49
Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia alls ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. 31. janúar 2014 17:47
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02