Telur ásakanir WOW ekki standast skoðun Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2014 17:47 Skarphéðinn Berg er undrandi yfir framgöngu Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air. Vísir/Kristján Sigurjónsson Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Hann furðar sig á viðbrögðum Skúla Mogensen við því að Wow Air hafi ekki hlotið brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, hefur síðustu daga meðal annars sakað Isavia um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Hann segir ákvörðun Isavia um að áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem komst að því að Isavia skyldi úthluta Wow Air brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli „á milli kl 16:00 og 17:30 fyrir flug til áfangastaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku," varna því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna á þessu ári. Áfrýjunin frestar réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, og því þarf Wow Air enn sem komið er að notast við brottfarartíma klukkan 17:50, samkvæmt úthlutun.Ekkert óvenjulegt við úthlutunina Skarphéðinn furðar sig á þessum viðbrögðum Wow Air, enda hafi Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50. Þeir hafi þó þurft að færa morgunflug sín til Evrópu frá klukkan sjö að morgni til klukkan hálf níu, til að halda samhengi í flugáætluninni. Skarphéðinn undrast yfir því að Wow Air geti ekki gert slíkt hið sama, og bendir á að þessar breytingar hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Isavia og Icelandair á sínum tíma. Á þeim tíma flýtti Icelandair sínum ferðum til að koma til móts við Iceland Express.Norsk flugmálayfirvöld á öðru máli en Wow AirSAS og norsk flugmálayfirvöld deildu fyrir um áratug síðan um sambærilegt mál á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister, sem annast samræmingu afgreiðslutíma á flugvöllum þar í landi, sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is að norsk yfirvöld gætu ekki beitt sér í slíkum málum, enda væri tímaúthlutun á flugvöllum hluti af sameiginlegum evrópskum reglum, sem hafi forgangsáhrif yfir innlendum lögum samkvæmt EES-samningnum. I ljósi þess hafi Norwegian á sínum tíma þurft að sætta sig við þá tíma sem þeir fengu úthlutað. Félagið hefur þrátt fyrir það dafnað og er meðal stærstu lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá. Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson fyrrverandi forstjóri Iceland Express segir Isavia ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Icelandair. Hann furðar sig á viðbrögðum Skúla Mogensen við því að Wow Air hafi ekki hlotið brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir.Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, hefur síðustu daga meðal annars sakað Isavia um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair." Hann segir ákvörðun Isavia um að áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem komst að því að Isavia skyldi úthluta Wow Air brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli „á milli kl 16:00 og 17:30 fyrir flug til áfangastaða í Bandaríkjum Norður-Ameríku," varna því að félagið geti hafið flug til Bandaríkjanna á þessu ári. Áfrýjunin frestar réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins, og því þarf Wow Air enn sem komið er að notast við brottfarartíma klukkan 17:50, samkvæmt úthlutun.Ekkert óvenjulegt við úthlutunina Skarphéðinn furðar sig á þessum viðbrögðum Wow Air, enda hafi Iceland Express ekki átt í neinum vandkvæðum með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama tíma og Wow Air fékk úthlutað, eða kl 17:50. Þeir hafi þó þurft að færa morgunflug sín til Evrópu frá klukkan sjö að morgni til klukkan hálf níu, til að halda samhengi í flugáætluninni. Skarphéðinn undrast yfir því að Wow Air geti ekki gert slíkt hið sama, og bendir á að þessar breytingar hafi verið gerðar í góðu samstarfi við Isavia og Icelandair á sínum tíma. Á þeim tíma flýtti Icelandair sínum ferðum til að koma til móts við Iceland Express.Norsk flugmálayfirvöld á öðru máli en Wow AirSAS og norsk flugmálayfirvöld deildu fyrir um áratug síðan um sambærilegt mál á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister, sem annast samræmingu afgreiðslutíma á flugvöllum þar í landi, sagði í samtali við fréttavefinn Túristi.is að norsk yfirvöld gætu ekki beitt sér í slíkum málum, enda væri tímaúthlutun á flugvöllum hluti af sameiginlegum evrópskum reglum, sem hafi forgangsáhrif yfir innlendum lögum samkvæmt EES-samningnum. I ljósi þess hafi Norwegian á sínum tíma þurft að sætta sig við þá tíma sem þeir fengu úthlutað. Félagið hefur þrátt fyrir það dafnað og er meðal stærstu lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Fréttavefurinn Túristi.is greinir frá.
Tengdar fréttir WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39 Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar. 29. janúar 2014 19:39
Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins Wow Air deila enn vegna fyrirhugaðs flugs til Bandaríkjanna. 30. janúar 2014 18:02