Wow air ekki til Norður-Ameríku 5. febrúar 2014 08:00 Wow air er ekki hætt við Norður-Ameríkudrauminn og stefnir óhikað á sumarið 2015 í þeim ferðalögum. Vísir/Vilhelm „Þetta mun hafa áhrif á einhverja 7.000 farþega sem höfðu keypt sér miða. Þetta er nú þegar búið að kosta okkur hátt í 200 milljónir, við vorum komin með flugrekstrarleyfi, búin að setja Evrópuleggina í sölu þannig að það er mjög þungbært að þurfa að beygja sig undir þetta,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, í viðtali við Markaðinn í dag. Hann er augljóslega verulega svekktur yfir því að Wow air geti ekki hafið Norður-Ameríkuflug eins og til stóð í vor. Fyrirtækið verður einnig að hætta við flug til Stokkhólms en áætlunarflug þangað átti að hefjast 2. júní næstkomandi því ekki er lengur grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri. Geta ekki beðið úrskurðarWow air hafði óskað eftir fjórum brottfarartímum fyrir tvo áfangastaði í Ameríku. Hagstæðast er að flytja farþega til Evrópu að morgni og til Bandaríkjanna síðar um daginn og því mikilvægt fyrir Wow að fá þá tíma til að geta hafið flug til Ameríku. Icelandair mun næsta sumar fljúga til ellefu áfangastaða í Norður-Ameríku og þarf yfir 150 tíma sem eru flestir á sama tíma sem Wow air óskaði eftir. Wow air fékk hins vegar ekki þessa tíma en Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í nóvember að Isavia bæri að úthluta Wow air brottfarartímum. Isavia og Icelandair kærðu síðan þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hefur ákveðið að fresta skuli úthlutun þar til endanlegur úrskurður liggi fyrir í málinu. Skúli segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins hafa verið mjög skýran og lögmenn félagsins telji stöðu þeirra alveg ljósa. „Við munum leita réttar okkar í þessu máli,“ segir Skúli aðspurður um hvort félagið muni leita til dómstóla ef á þarf að halda til að fá úthlutað tímum og að krefjast bóta fyrir tjón sem það hefur orðið fyrir. „Það er sérkennilegt að vera í þessari stöðu, ég hef verið í viðskiptum alla mína tíð og tekið alls kyns slagi og finnst afar sorglegt að vera núna eins og einhver vælukjói út af deilum við opinbera stofnun.“ Leifsstöð of lítilHann segir Isavia hafa með þessu máli sýnt af sér vanhæfni sem og með því að bregðast ekki við raunvandanum, sem er stærð Leifsstöðvar og geta til að taka á móti ferðamönnum til landsins. „Ferðaiðnaðurinn hefur vaxið um 18% á ári á síðustu þremur árum. Samt er aukin afkastageta Leifsstöðvar aðeins eitt hlið fyrir næsta sumar og engin svör fást fyrir árið 2016. Við getum byggt hér upp endalaust af hótelum og alls kyns ferðaþjónustu en ef við komum ferðamönnunum ekki til landsins þá er sú vinna til lítils,“ segir Skúli. Hann vill að byggð verði ný lággjaldaflugstöð á gamla varnarsvæðinu í Keflavík. „Þetta væri hraðari, einfaldari stöð, ekki með rana úti um allar trissur sem er rándýrt heldur byggja þetta upp með rútum. Það þarf ekki einu sinni að byggja nýjar flugbrautir heldur eru þær til á svæðinu sem er mjög vel til þessa fallið. Þetta tæki kannski einhver tvö til þrjú ár en það væri hægt að fjármagna þetta án aðkomu ríksins.“ Samkeppni af hinu góðaSkúli segir að þessi stærsta tekjulind þjóðarinnar hljóti að þurfa heilbrigða samkeppni eins og aðrar stoðgreinar. „Við erum með þrjá banka sem veita hver öðrum harða samkeppni, þrjú tryggingarfélög og það er mjög virk samkeppni í sjávarútvegi. Það er alltaf af hinu góða fyrir neytendur og langtímahagsmuni hvaða greinar sem er.“ Skúli segist finna fyrir pólitískum vilja frá einstökum ráðherrum en vandinn sé aðallega sá að svo margir ráðherrar komi að þessum málum. „Þó þau séu öll af vilja gerð þá er það flókið þegar svona margir kokkar eru í eldhúsinu.“ Búin að ávinna sér gott traustSkúli er þó bjartsýnn á framhaldið og hyggst komast til Ameríku vorið 2015. „Þetta hefur gengið vonum framar hjá okkur, árið 2012 vorum við með 90 þúsund farþega en þeir voru yfir 400 þúsund árið 2013. Við erum búin að ávinna okkur gott traust og finnum fyrir því, en auðvitað erum við mjög svekkt að geta ekki fylgt þessu eftir með þeirri stækkun sem hefði getað orðið,“ segir Skúli að lokum. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
„Þetta mun hafa áhrif á einhverja 7.000 farþega sem höfðu keypt sér miða. Þetta er nú þegar búið að kosta okkur hátt í 200 milljónir, við vorum komin með flugrekstrarleyfi, búin að setja Evrópuleggina í sölu þannig að það er mjög þungbært að þurfa að beygja sig undir þetta,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, í viðtali við Markaðinn í dag. Hann er augljóslega verulega svekktur yfir því að Wow air geti ekki hafið Norður-Ameríkuflug eins og til stóð í vor. Fyrirtækið verður einnig að hætta við flug til Stokkhólms en áætlunarflug þangað átti að hefjast 2. júní næstkomandi því ekki er lengur grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri. Geta ekki beðið úrskurðarWow air hafði óskað eftir fjórum brottfarartímum fyrir tvo áfangastaði í Ameríku. Hagstæðast er að flytja farþega til Evrópu að morgni og til Bandaríkjanna síðar um daginn og því mikilvægt fyrir Wow að fá þá tíma til að geta hafið flug til Ameríku. Icelandair mun næsta sumar fljúga til ellefu áfangastaða í Norður-Ameríku og þarf yfir 150 tíma sem eru flestir á sama tíma sem Wow air óskaði eftir. Wow air fékk hins vegar ekki þessa tíma en Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í nóvember að Isavia bæri að úthluta Wow air brottfarartímum. Isavia og Icelandair kærðu síðan þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hefur ákveðið að fresta skuli úthlutun þar til endanlegur úrskurður liggi fyrir í málinu. Skúli segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins hafa verið mjög skýran og lögmenn félagsins telji stöðu þeirra alveg ljósa. „Við munum leita réttar okkar í þessu máli,“ segir Skúli aðspurður um hvort félagið muni leita til dómstóla ef á þarf að halda til að fá úthlutað tímum og að krefjast bóta fyrir tjón sem það hefur orðið fyrir. „Það er sérkennilegt að vera í þessari stöðu, ég hef verið í viðskiptum alla mína tíð og tekið alls kyns slagi og finnst afar sorglegt að vera núna eins og einhver vælukjói út af deilum við opinbera stofnun.“ Leifsstöð of lítilHann segir Isavia hafa með þessu máli sýnt af sér vanhæfni sem og með því að bregðast ekki við raunvandanum, sem er stærð Leifsstöðvar og geta til að taka á móti ferðamönnum til landsins. „Ferðaiðnaðurinn hefur vaxið um 18% á ári á síðustu þremur árum. Samt er aukin afkastageta Leifsstöðvar aðeins eitt hlið fyrir næsta sumar og engin svör fást fyrir árið 2016. Við getum byggt hér upp endalaust af hótelum og alls kyns ferðaþjónustu en ef við komum ferðamönnunum ekki til landsins þá er sú vinna til lítils,“ segir Skúli. Hann vill að byggð verði ný lággjaldaflugstöð á gamla varnarsvæðinu í Keflavík. „Þetta væri hraðari, einfaldari stöð, ekki með rana úti um allar trissur sem er rándýrt heldur byggja þetta upp með rútum. Það þarf ekki einu sinni að byggja nýjar flugbrautir heldur eru þær til á svæðinu sem er mjög vel til þessa fallið. Þetta tæki kannski einhver tvö til þrjú ár en það væri hægt að fjármagna þetta án aðkomu ríksins.“ Samkeppni af hinu góðaSkúli segir að þessi stærsta tekjulind þjóðarinnar hljóti að þurfa heilbrigða samkeppni eins og aðrar stoðgreinar. „Við erum með þrjá banka sem veita hver öðrum harða samkeppni, þrjú tryggingarfélög og það er mjög virk samkeppni í sjávarútvegi. Það er alltaf af hinu góða fyrir neytendur og langtímahagsmuni hvaða greinar sem er.“ Skúli segist finna fyrir pólitískum vilja frá einstökum ráðherrum en vandinn sé aðallega sá að svo margir ráðherrar komi að þessum málum. „Þó þau séu öll af vilja gerð þá er það flókið þegar svona margir kokkar eru í eldhúsinu.“ Búin að ávinna sér gott traustSkúli er þó bjartsýnn á framhaldið og hyggst komast til Ameríku vorið 2015. „Þetta hefur gengið vonum framar hjá okkur, árið 2012 vorum við með 90 þúsund farþega en þeir voru yfir 400 þúsund árið 2013. Við erum búin að ávinna okkur gott traust og finnum fyrir því, en auðvitað erum við mjög svekkt að geta ekki fylgt þessu eftir með þeirri stækkun sem hefði getað orðið,“ segir Skúli að lokum.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira