Viðskipti innlent

Ósammála um úrskurð Samkeppniseftirlitsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Skortur er á brottfararhliðum til landa utan Schengen á háannatímum.
Skortur er á brottfararhliðum til landa utan Schengen á háannatímum. Mynd/Valgarður
Enn veldur plássleysi við Keflavíkurflugvöll deilum milli flugfélaganna Wow Air og Isavia. Þetta kemur fram í frétt á turisti.is.

Samkvæmt tilkynningu Wow Air frá því í gær er ekki víst að nokkuð verði úr áætlunum flugfélagsins um flug til Bandaríkjanna í ár. Félagið hafði þegar fengið úrskurðað af Samkeppniseftirliti að Wow ætti að fá tvo afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli að morgni og seinnipart dags fyrir flug til Bandaríkjanna. Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, og Icelandair kærðu niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var réttaráhrifum úrskurðarins frestað.

Í tilkynningu Isavia frá þeim tíma kemur fram að stjórnendum þess sé ekki heimilt að grípa inn í úthlutun afgreiðslutíma á vellinum heldur sjái fyrirtækið Airport Coordination í Danmörku sjái um úthlutun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins staðfesti í viðtali við turisti.is að samkvæmt reglum IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga, sé ekki heimilt að taka afgreiðslutíma af flugfélagi til að hleypa nýjum aðila að.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir þó niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segja skýrt að Isavia beri og geti að afhenda Wow þá afgreiðslutíma sem farið var fram á. Hún segir innlend samkeppnislög og þjóðarhagsmuni vega þyngra en alþjóðleg bókunarkerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×