Subaru hefur framleitt 20 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 08:45 Subaru Legacy. Automobile Subaru er ekki einn af stærri bílaframleiðendum Japans og fyrirtæki eins og Toyota, Nissan og Honda framleiða miklu fleiri bíla en Subaru. Engu að síður náði Subaru því að smíða sinn 20 milljónasta bíl frá upphafi í þessari viku. Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1958, var búið að framleiða 10 milljón bíla árið 1992, 15 milljón bíla árið 2003 og 20 milljónir nú árið 2014. Það tók því Subaru jafn langan tíma að fara úr 10 í 15 milljón bíla og það tók að fara úr 15 í 20 milljón bíla, eða 11 ár. Í dag selur Subaru 55% af bílum sínum í Bandaríkjunum, en sala þar hófst árið 1968. Subaru hefur selt ríflega þriðjung allra sinna bíla frá upphafi þar, eða 7 milljónir bíla. Til gaman má geta þess að bílaframleiðsla í fyrra í öllum heiminum nam um 80 milljónum bíla. Því hefði öll bílaframleiðsla Subaru frá upphafi aðeins dugað til fjórðungs þess magns. Toyota framleiddi rétt tæplega 10 milljón bíla í fyrra og því tæki það Toyota aðeins 2 ár að framleiða jafn mikið og Subaru frá upphafi. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent
Subaru er ekki einn af stærri bílaframleiðendum Japans og fyrirtæki eins og Toyota, Nissan og Honda framleiða miklu fleiri bíla en Subaru. Engu að síður náði Subaru því að smíða sinn 20 milljónasta bíl frá upphafi í þessari viku. Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl árið 1958, var búið að framleiða 10 milljón bíla árið 1992, 15 milljón bíla árið 2003 og 20 milljónir nú árið 2014. Það tók því Subaru jafn langan tíma að fara úr 10 í 15 milljón bíla og það tók að fara úr 15 í 20 milljón bíla, eða 11 ár. Í dag selur Subaru 55% af bílum sínum í Bandaríkjunum, en sala þar hófst árið 1968. Subaru hefur selt ríflega þriðjung allra sinna bíla frá upphafi þar, eða 7 milljónir bíla. Til gaman má geta þess að bílaframleiðsla í fyrra í öllum heiminum nam um 80 milljónum bíla. Því hefði öll bílaframleiðsla Subaru frá upphafi aðeins dugað til fjórðungs þess magns. Toyota framleiddi rétt tæplega 10 milljón bíla í fyrra og því tæki það Toyota aðeins 2 ár að framleiða jafn mikið og Subaru frá upphafi.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent