Fyrsti BMW i8 ónýtur Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 14:45 Þar fór 19 milljón króna bíll fyrir lítið. BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent
BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent