Viðskipti innlent

Forsætisráðherra sendir kröfuhöfum tóninn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Forsætisráðherra sendir kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna aðvörun. Fari þeir í áróðursstríð þá eigi þeir ekki von á góðu. Störukeppni er á milli stjórnvalda og kröfuhafa. Ráðherra kallar eftir lagasetningu um starfsemi hagsmunagæsluaðila.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann meðal annars frétt sem birtist nýverið á fréttaveitu Reuters.

Í greininni kemur fram Ísland sé orðið að eftirbát annarra ríkja sem fóru illa út úr kreppunni. Á meðan fjármagn streymir á ný inn í ríki líkt og Portúgal, Írland og jafnvel Grikkland, sitji Íslendingar eftir. Þar sé um að kenna harðri afstöðu stjórnvalda gagnvart kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna. Sigmundur segir þetta alrangt og að augljóst sé kröfuhafar séu komnir í áróðursherferð.

„Þarna eru kröfuhafarnir að færa sig upp á skaftið í því áróðursstríði sem ég hef búist við alllengi. Ég held að það sé það sem við megum eiga von á í auknum mæli, að þeir beiti slíkum aðferðum,“ segir Sigmundur Davíð.

Vill setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila

Forsætisráðherra telur að íhuga þurfi alvarlega að setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila.

„Þetta er kannski enn ein áminningin um mikilvægi þess að við Íslendingar förum að huga að því að setja lög um ,lobbyisma' eða um áróður, ekki síst erlendra hagsmunaaðila, eins og svo mörg lönd hafa í sínu lagasafni.“

„Áróðursstríð mun ekki reynast þeim vel“

Líkja má stöðunni sem nú er uppi við störukeppni. Ekkert virðist benda til þess að lausn sé í sjónmáli. Sigmundur Davíð kallar eftir sanngjörnu tilboði frá erlendum kröfuhöfum.

„Við höfum sýnt kröfuhöfum þolinmæði og komið vel fram við þá miðað við aðstæður. Ef þeir ætla núna, í stað þess að leggja fram eðlilegt tilboð eða niðurstöðu, að fara í áróðursstríð, þá mun að það ekki reynast þeim vel.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,05
13
257.683
REGINN
2
4
53.175
ARION
1,22
42
914.527
SIMINN
1,06
9
234.803
EIM
0,69
2
64.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,86
41
928.396
REITIR
-1,42
14
57.606
ICESEA
-0,92
12
136.097
ICEAIR
-0,71
20
8.546
EIK
-0,5
5
29.126
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.