Forsætisráðherra sendir kröfuhöfum tóninn Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. janúar 2014 19:25 Forsætisráðherra sendir kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna aðvörun. Fari þeir í áróðursstríð þá eigi þeir ekki von á góðu. Störukeppni er á milli stjórnvalda og kröfuhafa. Ráðherra kallar eftir lagasetningu um starfsemi hagsmunagæsluaðila. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann meðal annars frétt sem birtist nýverið á fréttaveitu Reuters. Í greininni kemur fram Ísland sé orðið að eftirbát annarra ríkja sem fóru illa út úr kreppunni. Á meðan fjármagn streymir á ný inn í ríki líkt og Portúgal, Írland og jafnvel Grikkland, sitji Íslendingar eftir. Þar sé um að kenna harðri afstöðu stjórnvalda gagnvart kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna. Sigmundur segir þetta alrangt og að augljóst sé kröfuhafar séu komnir í áróðursherferð. „Þarna eru kröfuhafarnir að færa sig upp á skaftið í því áróðursstríði sem ég hef búist við alllengi. Ég held að það sé það sem við megum eiga von á í auknum mæli, að þeir beiti slíkum aðferðum,“ segir Sigmundur Davíð.Vill setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila Forsætisráðherra telur að íhuga þurfi alvarlega að setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila. „Þetta er kannski enn ein áminningin um mikilvægi þess að við Íslendingar förum að huga að því að setja lög um ,lobbyisma' eða um áróður, ekki síst erlendra hagsmunaaðila, eins og svo mörg lönd hafa í sínu lagasafni.“„Áróðursstríð mun ekki reynast þeim vel“ Líkja má stöðunni sem nú er uppi við störukeppni. Ekkert virðist benda til þess að lausn sé í sjónmáli. Sigmundur Davíð kallar eftir sanngjörnu tilboði frá erlendum kröfuhöfum. „Við höfum sýnt kröfuhöfum þolinmæði og komið vel fram við þá miðað við aðstæður. Ef þeir ætla núna, í stað þess að leggja fram eðlilegt tilboð eða niðurstöðu, að fara í áróðursstríð, þá mun að það ekki reynast þeim vel.“ Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Forsætisráðherra sendir kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna aðvörun. Fari þeir í áróðursstríð þá eigi þeir ekki von á góðu. Störukeppni er á milli stjórnvalda og kröfuhafa. Ráðherra kallar eftir lagasetningu um starfsemi hagsmunagæsluaðila. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann meðal annars frétt sem birtist nýverið á fréttaveitu Reuters. Í greininni kemur fram Ísland sé orðið að eftirbát annarra ríkja sem fóru illa út úr kreppunni. Á meðan fjármagn streymir á ný inn í ríki líkt og Portúgal, Írland og jafnvel Grikkland, sitji Íslendingar eftir. Þar sé um að kenna harðri afstöðu stjórnvalda gagnvart kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna. Sigmundur segir þetta alrangt og að augljóst sé kröfuhafar séu komnir í áróðursherferð. „Þarna eru kröfuhafarnir að færa sig upp á skaftið í því áróðursstríði sem ég hef búist við alllengi. Ég held að það sé það sem við megum eiga von á í auknum mæli, að þeir beiti slíkum aðferðum,“ segir Sigmundur Davíð.Vill setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila Forsætisráðherra telur að íhuga þurfi alvarlega að setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila. „Þetta er kannski enn ein áminningin um mikilvægi þess að við Íslendingar förum að huga að því að setja lög um ,lobbyisma' eða um áróður, ekki síst erlendra hagsmunaaðila, eins og svo mörg lönd hafa í sínu lagasafni.“„Áróðursstríð mun ekki reynast þeim vel“ Líkja má stöðunni sem nú er uppi við störukeppni. Ekkert virðist benda til þess að lausn sé í sjónmáli. Sigmundur Davíð kallar eftir sanngjörnu tilboði frá erlendum kröfuhöfum. „Við höfum sýnt kröfuhöfum þolinmæði og komið vel fram við þá miðað við aðstæður. Ef þeir ætla núna, í stað þess að leggja fram eðlilegt tilboð eða niðurstöðu, að fara í áróðursstríð, þá mun að það ekki reynast þeim vel.“
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira