Kínverjar vilja Fisker Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 10:35 Fisker Karma Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent