Þórsarar unnu Snæfellinga í miklum spennuleik - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 21:01 Baldur Þór Ragnarsson. Mynd/Vilhelm Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira