BMW toppaði Benz og Audi Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2014 14:47 BMW 3-línan seldist bíla best hjá BMW. Árið í fyrra var níunda árið í röð sem BMW er stærsti lúxusbílaframleiðandi í heimi. BMW var að opinbera sölutölur sínar á bílasýningunni í Detroit og heildarsalan var 1,66 milljón bílar og jókst salan milli ára um 8%. Söluaukning Audi var sú sama, 8% en Mercedes Benz jók söluna mest, eða um 11%. Audi náði 1,57 milljón bíla sölu en Mercedes Benz 1,46 milljón bílum. BMW þakkar helst góðum viðtökum á 3-línu bíl sínum, sem og X1 jepplingnum þann vöxt sem átti sér stað á árinu. Audi og Mercedes Benz hafi bæði sagst ætla að ná BMW í seldu magni bíla, en BMW varði stöðu sína vel á árinu og ekki náði Audi að draga á þá á síðasta ári, þó svo Mercedes Benz hafi gert það að einhverju marki. Benz á líka lengra í land að ná BMW en Audi. Því telja forsvarsmenn BMW að langt sé í að hinir tveir framleiðendurnir muni ná þeim í sölu. Mini er einnig hluti af BMW og jókst sala Mini bíla um 1% á síðasta ári og seldi Mini 305.000 bíla. Rolls Royce er einnig hluti af BMW og jókst salan þar en ekki er tiltekið hversu mikið. Heildarsala BMW samstæðunnar var 1,96 milljón bílar. BMW seldi alls 500.000 bíla af 3-línunni og jókst um 23% á árinu og um 9% á X1 jepplingnum, sem seldist í 161.000 eintökum. BMW spáir 1,77 milljón bíla sölu á þessu ári, Audi 1,66 milljónum bíla og Benz 1,56 milljón bíla sölu. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Árið í fyrra var níunda árið í röð sem BMW er stærsti lúxusbílaframleiðandi í heimi. BMW var að opinbera sölutölur sínar á bílasýningunni í Detroit og heildarsalan var 1,66 milljón bílar og jókst salan milli ára um 8%. Söluaukning Audi var sú sama, 8% en Mercedes Benz jók söluna mest, eða um 11%. Audi náði 1,57 milljón bíla sölu en Mercedes Benz 1,46 milljón bílum. BMW þakkar helst góðum viðtökum á 3-línu bíl sínum, sem og X1 jepplingnum þann vöxt sem átti sér stað á árinu. Audi og Mercedes Benz hafi bæði sagst ætla að ná BMW í seldu magni bíla, en BMW varði stöðu sína vel á árinu og ekki náði Audi að draga á þá á síðasta ári, þó svo Mercedes Benz hafi gert það að einhverju marki. Benz á líka lengra í land að ná BMW en Audi. Því telja forsvarsmenn BMW að langt sé í að hinir tveir framleiðendurnir muni ná þeim í sölu. Mini er einnig hluti af BMW og jókst sala Mini bíla um 1% á síðasta ári og seldi Mini 305.000 bíla. Rolls Royce er einnig hluti af BMW og jókst salan þar en ekki er tiltekið hversu mikið. Heildarsala BMW samstæðunnar var 1,96 milljón bílar. BMW seldi alls 500.000 bíla af 3-línunni og jókst um 23% á árinu og um 9% á X1 jepplingnum, sem seldist í 161.000 eintökum. BMW spáir 1,77 milljón bíla sölu á þessu ári, Audi 1,66 milljónum bíla og Benz 1,56 milljón bíla sölu.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent