Adam og Mokka hjálpa Opel Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 14:30 Opel Adam seldist vel í fyrra. Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent