Viðskipti innlent

5,5 milljarðar í nýja seðlinum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn í október.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn í október. Mynd/GVA
Um 550 þúsund tíu þúsund króna seðlar, eða um 5,5 milljarðar króna, eru nú í umferð utan Seðlabanka Íslands. Frá þessu er greint á vef bankans. 

Þar segir að hlutdeild seðilsins sé nú um 12,5 prósent af andvirði seðla í umferð en alls eru um 44,2 milljarðar króna í seðlum í umferð, en 47 milljarðar þegar mynt er talin með.

Tíu þúsund króna seðlum í umferð fjölgaði því um 350 þúsund á tæpum mánuði. Vísir greindi í nóvember frá því að tvö hundruð þúsund eintök seðlinum væru í umferð. Þá var heildarverðmæti seðlanna um fimm prósent af verðmæti útistandandi reiðufjár í landinu. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×