Viðskipti innlent

Tveir milljarðar í nýja tíu þúsund króna seðlinum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn í síðasta mánuði.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn í síðasta mánuði. Fréttablaðið/GVA.
Tvö hundruð þúsund eintök af nýja tíu þúsund króna seðlinum eru nú í umferð samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands.

Heildarverðmæti seðlanna er tveir milljarðar króna, eða um fimm prósent af heildarverðmæti útistandandi reiðufjár í landinu. Verðmæti þeirra er nú þegar orðið talsvert meira en verðmæti fimm hundruð króna seðlanna annars vegar og tvö þúsund króna seðlanna hins vegar, og nálgast að sögn Seðlabankans heildarverðmæti þúsund króna seðlanna.

Markmiðið með því að taka upp nýjan tíu þúsund króna seðil var að sögn bankans að fækka seðlum í umferð. Það hefur nú tekist því þrjú hundruð þúsund fimmþúsundkallar­ hafa borist bankanum frá því nýi seðillinn fór í umferð 24. október síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×