Bílgreinasambandið spáir 15% söluaukningu á árinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2014 16:45 Spá 15% söluaukningu. mynd / pjetur Alls voru skráðir 7274 nýir fólksbílar á árinu 2013, 583 sendibílar, 91 vörubíll og 72 hópferðabifreiðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu var um að ræða tæplega 8% samdrátt frá fyrra ári þegar horft er til fólksbílasölunnar. „Árið 2013 fer í sögubækur bílaumboðanna á Íslandi sem ár óvissu og talsverðra sveiflna fyrir okkur í bílgreininni. Fyrri partur ársins var í samræmi við væntingar, þó krónan væri óstöðug, og talsvert veik á fyrstu mánuðum ársins, og seinni hluti ársins voru okkur ákveðin vonbrigði,“ segir Jón Trausti Ólafson formaður Bílgreinasambandsins. „En þrátt fyrir það er bílgreinin þó bjartsýn á árið 2014, enda teljum við að allar forsendur séu fyrir því að bílasala geti vaxið um allt að 15% frá árinu 2013.“ Jón Trausti segir að miklar framfarir hafi orðið í framleiðslu bíla undanfarin ár, og má m.a. sjá það í tölum Orkuseturs, sem heldur m.a. utan um Co2 losun nýskráðra bifreiða og uppgefna eyðslu þeirra, að nýir bílar eyða um 30-40% minna af eldsneyti en þeir gerðu fyrir áratug síðan. ,,Það þýðir að fjölskylda sem ver 300.000 kr. á ári til eldsneytiskaupa og á “meðalbíl” okkar Íslendinga, rúmlega 10 ára gamlan fólksbíl, getur sparað sér allt að 120.000 kr. ári og hátt í hálfa milljón á fjórum árum með því að fá sér sparneytnari bíl, sem auk þess er í ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Jón Trausti. „Þá er mikilvægt fyrir okkur öll að umferðaröryggi eykst verulega með endurnýjun bílaflotans. Langflestir nýir bílar eru til að mynda búnir stöðugleikastýringu og hinum ýmsa öryggisbúnaði sem var aukabúnaður fyrir áratug síðan. Við teljum að endurnýjun bílaflotans í öruggari bíla sé samfélaginu gríðarlega mikilvægur þáttur“ segir Jón Trausti. Bílgreinasambandið spáir því að um 15% söluaukning verði á nýjum bílum á árinu 2014. Það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem von um aukin stöðugleika í gjaldmiðlunum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og betri efnahagshorfa almennt. Framundan eru aukin umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna framkvæmda í tengslum við ferðaþjónustu, auknum ferðamannastraumi til landsins, sterkri stöðu sjávarútvegs og því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir til handa heimilum landsins sem draga úr óvissu, og biðstöðu sem uppi hefur verið síðastliðin ár. Þá sé endurreikning bílalána að mestu lokið og óvissu í kringum útreikninga þeirra hafi að mörgu leyti verið eytt. Á árinu 2013 voru bílaleigur kaupendur að um 40% þeirra fólksbíla sem skráðir voru. Bílgreinasambandið hefur áður lýst yfir stuðning sínum við bílaleigugeirann og fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að koma til móts við bílaleigur með eftirgjöf vörugjalda, mikilvægt sé að stuðlað sé að heilbrigðri endurnýjun bílaleiguflotans, sem skilar sér svo í endursölu á markaði í notuðum bílum síðar. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Alls voru skráðir 7274 nýir fólksbílar á árinu 2013, 583 sendibílar, 91 vörubíll og 72 hópferðabifreiðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu var um að ræða tæplega 8% samdrátt frá fyrra ári þegar horft er til fólksbílasölunnar. „Árið 2013 fer í sögubækur bílaumboðanna á Íslandi sem ár óvissu og talsverðra sveiflna fyrir okkur í bílgreininni. Fyrri partur ársins var í samræmi við væntingar, þó krónan væri óstöðug, og talsvert veik á fyrstu mánuðum ársins, og seinni hluti ársins voru okkur ákveðin vonbrigði,“ segir Jón Trausti Ólafson formaður Bílgreinasambandsins. „En þrátt fyrir það er bílgreinin þó bjartsýn á árið 2014, enda teljum við að allar forsendur séu fyrir því að bílasala geti vaxið um allt að 15% frá árinu 2013.“ Jón Trausti segir að miklar framfarir hafi orðið í framleiðslu bíla undanfarin ár, og má m.a. sjá það í tölum Orkuseturs, sem heldur m.a. utan um Co2 losun nýskráðra bifreiða og uppgefna eyðslu þeirra, að nýir bílar eyða um 30-40% minna af eldsneyti en þeir gerðu fyrir áratug síðan. ,,Það þýðir að fjölskylda sem ver 300.000 kr. á ári til eldsneytiskaupa og á “meðalbíl” okkar Íslendinga, rúmlega 10 ára gamlan fólksbíl, getur sparað sér allt að 120.000 kr. ári og hátt í hálfa milljón á fjórum árum með því að fá sér sparneytnari bíl, sem auk þess er í ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Jón Trausti. „Þá er mikilvægt fyrir okkur öll að umferðaröryggi eykst verulega með endurnýjun bílaflotans. Langflestir nýir bílar eru til að mynda búnir stöðugleikastýringu og hinum ýmsa öryggisbúnaði sem var aukabúnaður fyrir áratug síðan. Við teljum að endurnýjun bílaflotans í öruggari bíla sé samfélaginu gríðarlega mikilvægur þáttur“ segir Jón Trausti. Bílgreinasambandið spáir því að um 15% söluaukning verði á nýjum bílum á árinu 2014. Það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem von um aukin stöðugleika í gjaldmiðlunum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og betri efnahagshorfa almennt. Framundan eru aukin umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna framkvæmda í tengslum við ferðaþjónustu, auknum ferðamannastraumi til landsins, sterkri stöðu sjávarútvegs og því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir til handa heimilum landsins sem draga úr óvissu, og biðstöðu sem uppi hefur verið síðastliðin ár. Þá sé endurreikning bílalána að mestu lokið og óvissu í kringum útreikninga þeirra hafi að mörgu leyti verið eytt. Á árinu 2013 voru bílaleigur kaupendur að um 40% þeirra fólksbíla sem skráðir voru. Bílgreinasambandið hefur áður lýst yfir stuðning sínum við bílaleigugeirann og fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að koma til móts við bílaleigur með eftirgjöf vörugjalda, mikilvægt sé að stuðlað sé að heilbrigðri endurnýjun bílaleiguflotans, sem skilar sér svo í endursölu á markaði í notuðum bílum síðar.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira